Fréttir og tilkynningar


Vegna frétta af vefsíðunni tekjur.is

12.10.2018

Að gefnu tilefni vill ríkisskattstjóri taka fram að ný vefsíða, tekjur.is, er á engan hátt á vegum embættisins. Fréttir í þá veru eru því beinlínis rangar.

Samkvæmt 98. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, ber ríkisskattstjóra að semja og leggja fram skattskrá fyrir hvert sveitarfélag. Skattskrá skal liggja frammi til sýnis í tvær vikur á hentugum stað. Heimil er opinber birting á þeim upplýsingum um álagða skatta, sem fram koma í skattskrá svo og útgáfa þeirra upplýsinga í heild eða að hluta. 


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum