Fréttir og tilkynningar: 2021
Fyrirsagnalisti
Breytingar á tollskrá 1. janúar 2022
Þann 1. janúar 2022 taka gildi breytingar á íslensku tollskránni samkvæmt auglýsingu um breytingu á viðauka I við tollalög nr. 88/2005 sem fjármála- og efnahagsráðuneytið gefur út og verður birt í Stjórnartíðindum.
Lesa meiraÁramótabreytingar 2021/2022 – Tollskrárbreytingar, gjaldabreytingar o.fl.
Um áramótin 2021-2022 taka gildi nokkrar breytingar á lögum er varða tollamál og innflutning.
Lesa meiraUmsókn um endurgreiðslu VSK má berast eftir áramót
Réttur til endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu manna við íbúðarhúsnæði eða vegna bifreiðaviðgerða er til staðar í 6 ár frá því að réttur stofnast.
Lesa meiraOpnunartími um jól og áramót
Um jól og áramót verða breytingar á venjulegum opnunartíma Skattsins. Opnunartímar um jól og áramót verða eftirfarandi:
Lesa meiraÁhersluatriði í eftirliti ársreikningaskrár vegna reikningsársins 2021
Áhersluatriði í eftirliti ársreikningaskrár með reikningsskilum vegna reikningsársins sem hófst 1. janúar 2021 hafa nú verið sett fram. Áhersluatriðin eru birt til umhugsunar fyrir stjórnendur, endurskoðendur og skoðunarmenn félaga sem falla undir gildissvið ársreikningalaga.
Skráningargjöld félagasamtaka og sambærilegra aðila breytast
Vegna breytinga sem Alþingi hefur samþykkt á lögum um aukatekjur ríkissjóðs breytast skráningargjöld nokkurra félaga, m.a. félagasamtaka, almannaheillafélaga og húsfélaga.
Lesa meiraYfirskattanefnd úrskurðar um fullnægjandi skil ársreiknings
Yfirskattanefnd kvað upp úrskurð 184/2021 í máli þar sem forsvarsmenn einkahlutafélags mótmæltu sektarákvörðun ársreikningaskrár, en sekt var lögð á félagið eftir að endurskoðuðum ársreikningi til opinberrar birtingar var ekki skilað innan tilskilins frests.
Staða á innflutningi tengiltvinnbifreiða til Íslands
Með tilkynningu þessari vilja tollyfirvöld upplýsa innflytjendur ökutækja um að fljótlega mun niðurfelling virðisaukaskatts af innflutningi tengiltvinnbifreiða leggjast af.
Lesa meiraNiðurfelling tollaívilnana fyrir unnar landbúnaðarafurðir frá Egyptalandi
Bókun A við fríverslunarsamning EFTA ríkjanna og Egyptalands kveður á um einhliða tollaívilnanir EFTA ríkjanna fyrir ákveðnar unnar landbúnaðarafurðir frá Egyptalandi.
Fríverslunarsamningur milli EFTA-ríkjanna og Indónesíu hefur tekið gildi
EFTA-ríkin undirrituðu heildarsamning um efnahagslega samvinnu við Indónesíu í Jakarta þann 16. desember 2018 og hefur samningurinn nú tekið gildi eftir fullgildingu allra aðila.
Opið fyrir umsóknir um skráningu í almannaheillaskrá
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um skráningu í almannaheillaskrá Skattsins. Skráningin er ætluð óhagnaðardrifnum félögum sem í megindráttum reka ekki atvinnustarfsemi.
Lesa meiraÁhersluatriði í eftirliti með félögum sem beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS)
Eftirlit ársreikningaskrár með félögum sem beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS) við gerð reikningsskila sinna mun í samráði við Verðbréfaeftirlit Evrópu (European Securities and Markets Authority) beinast að eftirfarandi þáttum:
Almannaheillaskrá
Með lögum nr. 32/2021, um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (skattalegir hvatar fyrir lögaðila sem starfa til almannaheilla), var heimilaður frádráttur frá skattskyldum tekjum vegna gjafa og framlaga til lögaðila sem uppfylla tiltekin skilyrði og eru í almannaheillaskrá sem Skatturinn heldur.
Auglýsing ríkisskattstjóra um álagningu opinberra gjalda á lögaðila 2021
Álagningu tekjuskatts 2021 á lögaðila sem skattskyldir eru samkvæmt I. kafla, sbr. og 4. mgr. 71. gr., sem og álagningu annarra opinberra gjalda lögaðila sem lögð skulu á vegna tekjuársins 2020 skv. VIII.-XIV. kafla laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, er lokið.
Álagning opinberra gjalda á lögaðila 2021
Skatturinn hefur lokið álagningu opinberra gjalda 2021 á lögaðila og liggja niðurstöður álagningarinnar nú fyrir.
Lesa meiraSkýringar á álögðum gjöldum lögaðila 2021
Skatturinn birtir ítarlegar upplýsingar um forsendur álagningar og skýringar á álagningarseðli. Fjallað er um hverjir bera hvaða skatt og af hvaða stofni hann er reiknaður.
Innleiðing nýrrar tegundar tollskýrslu á Íslandi – lokadagsetning
Vakin er athygli innflytjenda sem senda tollskýrslur til tollafgreiðslu hjá Skattinum úr viðskiptakerfum sínum með EDI samskiptum að lokað verður fyrir móttöku eldri tegundar skýrslu (E1) þann 1. febrúar 2022.
Lesa meiraNýr Nordisk eTax vefur opnaður
Opnaður hefur verið nýr Nordisk eTax vefur – nordisketax.net. Þar er að finna almennar upplýsingar um skattamál á Norðurlöndunum á sex tungumálum.
Lesa meiraSkattskrár og virðisaukaskattsskrá vegna tekjuársins 2019 lagðar fram
Skattskrár vegna álagningar á einstaklinga og lögaðila á árinu 2020 og virðisaukaskattsskrá vegna tekjuársins 2019 eru lagðar fram í dag, mánudaginn 18. október 2021.
Skatturinn hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2021
Annað árið í röð er Skatturinn meðal þeirra fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnanna sem hljóta viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, sem Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) veitir.
Lesa meiraAfgreiðsla Skattsins í Reykjavík á einum stað
Frá og með mánudeginum 4. október verður öll afgreiðsla Skattsins, þar með talin fyrirtækja- og ársreikningaskrá, staðsett í Tollhúsinu, Tryggvagötu 19.
Skattskrár og virðisaukaskattsskrá vegna tekjuársins 2018 lagðar fram
Skattskrár vegna álagningar á einstaklinga og lögaðila á árinu 2019 og virðisaukaskattsskrá vegna tekjuársins 2018 eru lagðar fram í dag, mánudaginn 27. september 2021.
Innleiðing nýrrar tegundar tollskýrslu á Íslandi – staða innleiðingar
Vakin er athygli inn- og útflytjenda sem senda tollskýrslur til tollafgreiðslu hjá Skattinum úr viðskiptakerfum sínum með EDI samskiptum (SMT tollafgreiðsla) á að unnið er að innleiðingu nýrrar tegundar tollskýrslu á Íslandi svokallaðrar SAD tollskýrslu.
Ársskýrsla vegna ársins 2020 er komin út
Ársskýrsla Skattsins vegna ársins 2020 hefur verið birt á vef stofnunarinnar. Í skýrslunni er fjallað um það sem bar hæst í starfsemi Skattsins á árinu 2020 og ýmsar tölulegar upplýsingar birtar.
Lesa meiraLokaskiladagur skattframtals lögaðila er 1. október nk.
Nú styttist í lokaskilafrest skattframtals lögaðila vegna rekstrarársins 2020, en álagning lögaðila fer fram 29. október nk.
Lesa meiraAuglýsing ríkisskattstjóra um framlagningu álagningarskrár einstaklinga 2021
Álagningarskrá vegna álagningar 2021 á einstaklinga verður lögð fram dagana 17. ágúst til 31. ágúst 2021 að báðum dögum meðtöldum á almennum starfsstöðvum Skattsins utan Reykjavíkur, en í Reykjavík í Tollhúsinu Tryggvagötu 19.
Lokafrestur til að skila ársreikningi er til 31. ágúst 2021
Ársreikningi vegna rekstrarársins 2020, sem samþykktur hefur verið á aðalfundi, ber að skila inn eigi síðar en 31. ágúst nk.
Lesa meiraViðspyrnustyrkir - breytingar
Með lögum nr. 37/2021 voru gerðar breytingar á lögum nr. 160/2020, um viðspyrnustyrki. Var m.a. heimilað að greiða viðspyrnustyrki til þeirra rekstraraðila sem orðið hafa fyrir 40-60% tekjufalli á tilgreindum tíma, en áður hafði tekjufall þurft að ná a.m.k. 60%.
Heimild til ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á lán eða vegna húsnæðiskaupa framlengd
Almenn heimild til að nýta séreignarsparnað vegna kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota eða til ráðstöfunar upp í höfuðstól láns sem tekið var vegna kaupanna hefur verið framlengd til og með 30. júní 2023.
Lesa meiraGreiðsludreifing staðgreiðslu og tryggingagjalds
Samþykkt hafa verið á Alþingi lög nr. 36/2021, um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru (greiðsludreifing staðgreiðslu og tryggingagjalds, úttekt séreignarsparnaðar).
Lesa meiraTölulegar upplýsingar um álagningu einstaklinga 2021
Ríkisskattstjóri hefur lokið álagningu opinberra gjalda á einstaklinga 2021, á tekjur ársins 2020. Tekjuskattur og útsvar hafa að mestu þegar verið innheimt í staðgreiðslu en í álagningunni fer fram endanlegt uppgjör þessara skatta.
Lesa meiraAuglýsing ríkisskattstjóra um álagningu opinberra gjalda á einstaklinga árið 2021
Álagningu opinberra gjalda á árinu 2021 er lokið á þá einstaklinga, sem skattskyldir eru samkvæmt I. kafla laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
Opið fyrir umsóknir um lokunarstyrk 6
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um lokunarstyrk 6 vegna stöðvunar á starfsemi í tengslum við sóttvarnaaðgerðir á tímabilinu 25. mars til og með 14. apríl 2021.
Lesa meiraÁlagning einstaklinga 2021 – lækkun launaafdráttar
Inneignir (vaxtabætur, barnabætur og sérstakur barnabótaauki, auk ofgreiddrar staðgreiðslu) eru greiddar inn á bankareikninga 1. júní 2021. Létta má mánaðarlega greiðslubyrði með gerð greiðsluáætlana hjá innheimtumönnum ríkissjóðs.
Lesa meiraBirting álagningar einstaklinga 2021
Álagning einstaklinga 2021, vegna tekna 2020, verður 31. maí nk., en niðurstöður álagningar birtar á þjónustuvef Skattsins þann 27. maí.
Við álagningu eru gerðir upp ofgreiddir og vangreiddir skattar vegna fyrra árs auk þess sem lögð eru á gjöld s.s. útvarpsgjald og gjald í framkvæmdasjóð aldraðra.
Sátt vegna brota á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka
Þann 24. mars 2021 gerðu ríkisskattstjóri og málsaðili sátt vegna brota málsaðila á 5. og 10. gr. laga nr. 140/2018, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og 7. gr. laga nr. 64/2019, um frystingu fjármuna og skráningu aðila á lista yfir þvingunaraðgerðir í tengslum við fjármögnun hryðjuverka og útbreiðslu gereyðingarvopna.
Lesa meiraTollmiðlaranámskeið 17. maí - 22. júní 2021
Tollskóli ríkisins hefur tekið upp samstarf við fræðslufyrirtækið Promennt um framkvæmd á Tollmiðlara námskeiðum. Næsta námskeið verður 17. maí- 22 júní. kl. 12:20-16:00 kennt er mánudaga-fimmtudaga (ekki á föstudögum).
Lesa meiraTekjufallsstyrkir - Umsóknarfrestur að renna út
Vakin er athygli á því að frestur til að sækja um tekjufallsstyrk rennur út 1. maí n.k. Allir þeir sem eiga rétt en hafa ekki sótt um eru hvattir til þess að gera það sem fyrst.
Lesa meiraSameining Skattsins og Skattrannsóknarstjóra ríkisins
Þann 1. maí nk. sameinast Skatturinn og Skattrannsóknarstjóri ríkisins en lög þess efnis voru samþykkt frá Alþingi þann 20. apríl sl.
Lesa meiraSkilorðsbundið fangelsi og 12 milljóna króna sekt vegna skattalaga- og bókhaldsbrota ásamt peningaþvætti
Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem karlmaður var sakfelldur fyrir meiri háttar skattalagabrot og peningaþvætti og dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi auk sektar að fjárhæð ríflega 12 milljónir króna, í kjölfar rannsóknar skattrannsóknarstjóra.
Lesa meiraSkilorðsbundið fangelsi og 13 milljónir króna sekt
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sakfellt mann fyrir meiri háttar skattalagabrot og peningaþvætti í héraðsdómi. Var hann dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi auk þess sem honum var gert að greiða 13 milljóna króna sekt innan fjögurra vikna.
Lesa meiraStyrkir og stuðningur
Birtar hafa verið upplýsingar um þá sem fengið hafa greidda tekjufallsstyrki og viðspyrnustyrki miðað við stöðuna 14. apríl 2021, og stuðning vegna launakostnaðar frá maí 2020 til og með febrúar 2021.
Lesa meiraStjórnarmenn félags dæmdir til 25 milljóna króna sektar vegna vanskila vörsluskatta
Með dómi nr. S-3508/2020 hefur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmt tvo fyrirsvarsmenn einkahlutafélagsins X ehf. til þess að greiða samtals 25.000.000 kr. sekt í ríkissjóð og í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi, til tveggja ára, fyrir að standa ekki skil á virðisaukaskatti að fjárhæð rúmlega 9 milljónum króna og staðgreiðslu opinberra gjalda að fjárhæð rúmlega 6 milljónum króna.
Lesa meiraTíund, fréttablað Skattsins, er komin út
Meðal efnis í blaðinu er umfjöllun um sameiningu ríkisskattstjóra og tollstjóra, niðurstöður álagningar einstaklinga og lögaðila 2020, aðkomu Skattsins að aðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19 og jafnlaunavottun stofnunarinnar.
Fyrirsvarsmenn einkahlutafélags úthlutuðu sér einbýlishúsi endurgjaldslaust
Héraðsdómur Reykjaness í máli nr. 2293/2020, hefur dæmt E og V til skilorðsbundinnar fangelsisvistar og til þess að greiða samtals 76.5 milljóna kr. í sekt, auk málskostnaðar, vegna brota á lögum um tekjuskatt og almennum hegningarlögum.
Lesa meiraViðurkenndir útflytjendur – gildistími heimildar
Fjöldi innlendra fyrirtækja hefur fengið samþykki Tollgæslustjóra sem viðurkenndur útflytjandi á grundvelli fríverslunarsamninga Íslands við EES og Kína.
Lesa meiraÁlag á vangreiddan virðisaukaskatt ekki fellt niður
Álagi í virðisaukaskatti verður beitt á vangreiddan virðisaukaskatt á gjalddaga uppgjörstímabilsins janúar-febrúar 2021 þann 6. apríl nk.
Lesa meiraLokunarstyrkur 5
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um lokunarstyrk 5 vegna stöðvunar á starfsemi í tengslum við sóttvarnaraðgerðir á tímabilinu 1. janúar til og með annars vegar 12. janúar og hins vegar 7. febrúar 2021.
Lesa meiraÚrskurður yfirskattanefndar: Hagnaður af sölu verkfæra taldist ekki til tekna af atvinnurekstri
Með úrskurði yfirskattanefndar nr. 40/2021 var endurákvörðun ríkisskattstjóra í kjölfar rannsóknar skattrannsóknarstjóra á skattskilum kæranda staðfest að hluta.
Lesa meiraViðurkenndir útflytjendur – gildistími heimildar
Fjöldi innlendra fyrirtækja hefur fengið samþykki Tollgæslustjóra sem viðurkenndur útflytjandi á grundvelli fríverslunarsamninga Íslands við EES og Kína.
Lesa meiraHæstiréttur staðfestir peningaþvættisdóm þar sem skattalagabrot var fyrnt
Meirihluti Hæstaréttar hefur staðfest sakfellingu Júlíusar Vífils Ingvarssonar vegna peningaþvættis samkvæmt dómi Landsréttar frá 8. maí 2020 en stytt skilorðsbundna fangelsisrefsingu úr tíu mánuðum í sex.
Lesa meiraÁhættumat Ríkislögreglustjóra setur skattsvik í hæsta áhættuflokk
Ríkislögreglustjóri hefur birt nýtt áhættumat fyrir peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Áhættumatið er unnið og birt á grundvelli laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018 og samkvæmt leiðbeiningum alþjóðlega aðgerðarhópsins Financial Action Task Force.
Áhrif samkomutakmarkana á afgreiðslur Skattsins
Í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða verður þjónusta í afgreiðslum Skattsins í Reykjavík ekki með hefðbundnum hætti á næstunni, þ.e. á meðan hertar samkomutakmarkanir eru í gildi.
Lesa meiraÓskilorðsbundið fangelsi og skilorðsbundið fangelsi og eignir gerðar upptækar
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fyrirsvarsmenn félags til þess að greiða samtals
441.000.000 kr. í sekt. vegna brota á lögum um tekjuskatt, lögum um virðisaukaskatt og almennum hegningarlögum.
Innleiðing nýrrar tegundar tollskýrslu á Íslandi – móttöku eldri skýrslu hætt 1. október 2021
Vakin er athygli inn- og útflytjenda sem senda tollskýrslur til tollafgreiðslu hjá Skattinum úr viðskiptakerfum sínum með EDI samskiptum (SMT tollafgreiðsla) á að unnið er að innleiðingu nýrrar tegundar tollskýrslu á Íslandi svokallaðrar SAD tollskýrslu.
Sekt vegna vanrækslu á skilum vegna innheimts virðisaukaskatts
Með úrskurði yfirskattanefndar nr. 162/2019 var fyrrverandi fyrirsvarsmanni X ehf. gerð sekt vegna vanrækslu á skilum innheimts virðisaukaskatts félagsins á árunum 2017 til og með 2019.
Lesa meiraViðspyrnustyrkir – opið fyrir umsóknir
Móttaka á umsóknum um viðspyrnustyrki er hafin. Viðspyrnustyrkir eru ætlaðir þeim rekstraraðilum sem orðið hafa fyrir a.m.k. 60% tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.
Lesa meiraSkattframtal 2021 - skilafrestur til 12. mars
Opnað hefur verið fyrir skil á skattframtali einstaklinga 2021, vegna tekna 2020, á þjónustuvef Skattsins. Frestur til að skila er til 12. mars nk.
Lesa meiraSkilorðsbundið fangelsi og 35 milljónir króna sekt
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt framkvæmdastjóra og stjórnarmann félags til greiðslu sektar að fjárhæð 35 milljónir króna og sjö mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára.
Lesa meiraFramkvæmdastjóri og bókari félags fá samtals 211 milljóna króna sekt
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt framkvæmdastjóra og stjórnarmann félags ásamt bókara þess til þess að greiða, hvor um sig, 105,5 milljónir í sekt.
Lesa meira1. mars opnar fyrir skil á skattframtali einstaklinga
Opnað verður fyrir framtalsskil 2021, vegna tekna 2020, 1. mars nk. Lokaskiladagur er 12. mars.
Lesa meiraOpnað fyrir umsóknir um lokunarstyrk 4
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um lokunarstyrk 4 sem vegna stöðvunar á starfsemi í tengslum við sóttvarnaraðgerðir á tímabilinu 18. nóvember til og með 31. desember 2020.
Lesa meiraYfirskattanefnd staðfestir endurákvörðun ríkisskattstjóra vegna tæplega 80 milljóna undanskots
Yfirskattanefnd hefur staðfest endurákvörðun ríkisskattstjóra í kjölfar rannsóknar skattrannsóknarstjóra á skattskilum einstaklings.
Lesa meiraOpnunartími afgreiðslna í Reykjavík færður í hefðbundið form
Vegna tilslakana á sóttvarnareglum verða afgreiðslur Skattsins í Reykjavík opnaðar á ný frá 09.00-15.30 mán-fim og til kl. 14 á föstudögum.
Lesa meiraAfgreiðslutími á Tryggvagötu lengdur
Vegna tilslakana á sóttvarnareglum hefur verið ákveðið að færa opnunartíma í afgreiðslu á Tryggvagötu í hefðbundið form.
Lesa meiraSkilorðsbundið fangelsi og 53 milljónir króna sekt vegna skila á röngum skattframtölum og peningaþvætti
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann til að greiða 53 milljón króna sekt og í 9 mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna meiri háttar brot gegn skattalögum.
Lesa meiraViðhald á tollkerfum um helgina
Vegna reglubundins viðhalds verða tölvukerfi skattsins sem tengjast tollafgreiðslu lokuð sem hér segir:
Lesa meiraNiðurfelling álags í virðisaukaskatti
Í ljósi erfiðs rekstrarumhverfis og óvissu í atvinnulífi hefur ríkisskattstjóri ákveðið að nýta heimild til að beita ekki álagi á vangreiddan virðisaukaskatt.
Lesa meiraOpnað fyrir skil á skattframtali lögaðila 2021
Opnað hefur verið fyrir skil á skattframtali lögaðila 2021, vegna tekna 2020, á þjónustuvef Skattsins. Almennur framtalsfrestur lögaðila er til 31 maí, en fagaðilar (endurskoðendur og bókarar) geta fengið framlengdan frest allt til 1. október.
Fyrirframgreiðsluseðlar lögaðila birtir á þjónustuvef
Lögaðilum, sem gert er að greiða fyrirfram upp í þau gjöld sem lögð eru á í álagningu, hafa verið birtir fyrirframgreiðsluseðlar á þjónustuvef Skattsins.
Lesa meiraVarað við svindli
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur um helgina varað við svindli þar sem reynt er að komast yfir kortaupplýsingar fólks í nafni Skattsins. Í skilaboðunum er tilkynnt um meinta endurgreiðslu.
Lesa meiraLandsréttur staðfestir úrskurð héraðsdóms um skyldu innlends aðila til að afhenda skattrannsóknarstjóra gögn varðandi erlent félag
Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur frá 15. desember 2020 þar sem hafnað var kröfum X Ltd., félags skráðu í lágskattaríkinu Belís, um að úrskurðað yrði að beiðni skattrannsóknarstjóra ríkisins um afhendingu gagna frá Y ehf., sem beiðnin beindist að, og vörðuðu X Ltd. væri ólögmæt.
Lesa meiraFyrsta greiðsla barnabóta á árinu 2021
Fyrsta greiðsla barnabóta á árinu 2021 verður mánudaginn 1. febrúar n.k., forsendur fyrir útreikningi barnabóta hvers og eins er að finna á þjónustusíðu Skattsins.
Ábyrgð, skráning og sektir stjórnarmanna
Með dómi Héraðsdóms Suðurlands, í máli nr. 304/2019 voru tveir fyrirsvarsmenn félags dæmdir hvor um sig til að greiða tæplega 10 milljón króna sekt í ríkissjóð.
Lesa meiraAfgreiðslur í Reykjavík nú opnar frá 11:00-14:00
Vegna tilslakana á sóttvarnareglum verða afgreiðslur Skattsins í Reykjavík opnaðar á ný frá og með 19. janúar 2021. Opnunartími verður styttri og takmarkanir áfram í gildi til að tryggja sóttvarnir.
Lesa meiraUpplýsingaskylda lögaðila samkvæmt jarðalögum
Vakin er athygli á nýlegum lagabreytingum á jarðalögum sem skyldar tiltekna lögaðila til að upplýsa fyrirtækjaskrá árlega um beint og óbeint eignarhald sitt, raunverulega eigendur og eftir atvikum stjórnarmenn og aðra stjórnendur.
Lesa meiraFrestun á greiðslu staðgreiðslu og tryggingagjalds
Eindagi staðgreiðslu og tryggingagjalds sem frestað var á árinu 2020 er að renna upp. Heimilt er að sækja um aukinn greiðslufrest.
Lesa meiraDæmt í máli vegna rangrar upplýsingagjafar til tollyfirvalda - Innflytjandi ökutækis sektaður
Í vikunni var kveðinn upp dómur í héraðsdómi Reykjaness í máli er varðaði ranga upplýsingagjöf innflytjanda í tengslum við innflutning á Land Rover ökutæki. Innflytjandi var dæmdur fyrir brot á 1. mgr. 172. gr. tollalaga og til að greiða sekt að upphæð 5.273.000 kr.
Lesa meiraEndurupptaka á úrskurði yfirskattanefndar – sekt lækkuð
Með úrskurði yfirskattanefndar nr. 162/2019 var tveimur fyrirsvarsmönnum X ehf. gerð sekt vegna vanrækslu á skilum virðisaukaskatts félagsins á árunum 2014 og 2015.
Lesa meiraEkki sakaður um ásetning né gáleysi við skil framtala sinna
Maður var ákærður fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2014 og 2015, með því að láta undir höfuð leggjast að telja fram tekjur að fjárhæð 20,7 milljónir króna í formi úttekta úr félagi sem var í hans eigu.
Lesa meiraÚrskurður ríkisskattstjóra vegna hækkunar tekjuskatts- og útsvarsstofns, að fjárhæð rúmlega 190.000.000 kr., í kjölfar rannsóknar skattrannsóknarstjóra, staðfestur að mestu hjá yfirskattanefnd
Með úrskurði yfirskattanefndar nr. 176/2020 var endurákvörðun ríkisskattstjóra í kjölfar rannsóknar skattrannsóknarstjóra á bókhaldi og skattskilum kæranda staðfestur að mestu.
Lesa meiraTekjufallsstyrkir – opið fyrir umsóknir
Tekjufallsstyrkir eru ætlaðir þeim rekstraraðilum sem orðið hafa fyrir a.m.k. 40% tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru á tímabilinu 1. apríl til og með 31. október 2020 og að uppfylltum ýmsum öðrum skilyrðum.
Lesa meiraÚrskurður Landsréttar – Ekki brotið gegn 4. gr. 7. viðauka mannréttindasáttmála Evrópu í skattamáli tveggja bræðra
Landsréttur hefur fellt úr gildi frávísun héraðsdóms Reykjavíkur gegn tveimur bræðrum sem áður höfðu sætt álagi skattayfirvalda vegna sömu brota og lagt fyrir dóminn að taka málið til efnislegrar meðferðar.
Lesa meiraGjaldfrjáls aðgangur að ársreikningum ársreikningaskrár
Þann 1. janúar sl. var opinbert vefsvæði stofnað sem veitir almenningi rafrænan aðgang að ársreikningum úr ársreikningaskrá.
Lesa meira