Fréttir og tilkynningar


Umsókn um endurgreiðslu VSK má berast eftir áramót

22.12.2021

Réttur til endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu manna við íbúðarhúsnæði eða vegna bifreiðaviðgerða er til staðar í 6 ár frá því að réttur stofnast.

Hægt er að sækja um endurgreiðslu eftir áramótin vegna reikninga sem gefnir voru út á árinu 2021 þrátt fyrir að tímabundnar endurgreiðsluheimildir verði mögulega ekki framlengdar.

Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort ofangreindar heimildir til endurgreiðslu virðisaukaskatts verði framlengdar fram á árið 2022.

Í ljósi fjölda umsókna um endurgreiðslu virðisaukaskatts má gera ráð fyrir töf á afgreiðslu umfram uppgefinn afgreiðslutíma. Beðist er velvirðingar á þeim töfum en beiðnir eru að jafnaði afgreiddar í þeirri röð sem þær berast.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum