Fréttir og tilkynningar
Fréttir og tilkynningar: 2014
Fyrirsagnalisti
Breytingar á aðflutningsgjöldum o.fl. við tollafgreiðslu vara sem taka gildi 1. janúar 2015
Í upphafi er rétt að vekja á því athygli að vegna tæknilegrar vinnu við sameiningu sýslumannsembætta verður TBR lokað föstudaginn 2. janúar 2015. Þrátt fyrir lokun TBR er gert ráð fyrir því, að innflytjendur sem skuldfæra aðflutningsgjöld, geti tollafgreitt vöru með rafrænum hætti.
Lesa meiraTil innflytjenda, tollmiðlara og þjónustuaðila hugbúnaðar
Varðar m.a. innflytjendur, útflytjendur, tollmiðlara og hugbúnaðarhús, sem selja eða þjónusta hugbúnað til tollskýrslugerðar.
Lesa meiraAfnám laga um almenn vörugjöld nr. 97/1987
Alþingi hefur samþykkt afnám laga um vörugjald nr. 97/1987.
Lesa meiraVirðisaukaskattur – lagabreytingar í desember 2014
Hinn 16. desember 2014 voru samþykkt á Alþingi lög um breytingar á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt og af því tilefni vill ríkisskattstjóri vekja athygli á þeim helstu.
Breyting á fyrirkomulagi við innheimtu opinberra gjalda á höfuðborgarsvæðinu
Vakin er athygli á að frá og með 1. janúar 2015 mun Tollstjóri annast innheimtu skatta og gjalda á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt reglugerð nr. 1060/2014, um innheimtumenn ríkissjóðs.
Lesa meiraRúmlega 290 vefsíðum lokað
Embætti Tollstjóra tók nýverið þátt í alþjóðlegu átaki, í samvinnu við embætti ríkislögreglustjóra og tengslaskrifstofu Íslands hjá Europol, gegn sölu falsaðs varnings á vefsíðum.
Lesa meiraFríverslunarsamningur milli EFTA og Bosníu og Hersegóvínu
Með ályktun alþingis frá 14. maí 2014 var ríkisstjórninni veitt heimild til þess að fullgilda fyrir Íslands hönd fríverslunarsamning milli aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (Íslands, Liechtenstein, Noregs og Sviss) annars vegar og Lýðveldisins Bosníu og Hersegóvínu hins vegar og landbúnaðarsamning milli Íslands og Lýðveldisins Bosníu og Hersegóvínu. Samningur þessi hefur nú verið fullgiltur af samningsaðilum.
Fimmtíu leysibendar haldlagðir
Tollstjóri hefur haldlagt fimmtíu leysibenda það sem af er þessu ári. Þeir hafa komið hingað til lands í farangri eða misstórum sendingum. Í þeirri stærstu voru 36 stykki.
Lesa meiraMikið magn stera og lyfja haldlagt
Tollstjóri haldlagði nýverið mikið magn af sterum og lyfjum sem bárust hingað til lands með póstsendingu.
Lesa meiraSeinkun á framkvæmd fríverslunarsamnings við GCC
Þann 1. júlí sl. tók fríverslunarsamningur EFTA við aðildarríki Samstarfsráðs Arabaríkjanna við Persaflóa (GCC) gildi.
Lesa meiraTilkynning til hugbúnaðarhúsa, inn- og útflytjenda og tollmiðlara
Breytingar og uppfærsla tollskrárlykla og tollskýrslugerðarhugbúnaðar vegna eftirfarandi:
Lesa meiraFríðindameðferð smásendinga frá Kína
Þessu er komið á framfæri, þar sem upp hafa komið nokkur mál þar sem vörusendingar, sem pantaðar hafa verið í gegnum kínverska netverslun hafa verið sendar frá öðrum löndum, t.d. Hollandi, Sviss, Singapore, án þess að fram hafi komið að upphaflega voru þær fluttar frá Kína og hafi verið undir tolleftirliti við umflutningi um önnur lönd.
Lesa meiraBreytt afstaða til gildistöku Kínasamningsins
Túlkun á orðalagi Kínasamningsins leiddi fyrr á árinu til þeirrar niðurstöðu Tollstjóra að vara yrði að hafa verið flutt frá Kína eftir gildistöku samningsins.
Lesa meiraRúmlega 150 vopn haldlögð
Tollstjóri haldlagði samtals 154 vopn fyrstu níu mánuði ársins 2014. Í flestum tilvikum var um að ræða eggvopn, sem voru 62 talsins.
Lesa meiraFríverslunarsamningur milli EFTA og Kólumbíu
Þann 1. október 2014 tók gildi fríverslunarsamningur EFTA við Kólumbíu og tvíhliða samningur Íslands og Kólumbíu um viðskipti með landbúnaðarvörur.
Lesa meiraNiðurstöður leiðréttingar
Tugum falsaðra húsgagna fargað
Rúmlega 50 stykkjum af húsgögnum var fargað fyrr í vikunni, undir eftirliti embættis Tollstjóra, þar sem þau reyndust vera eftirlíkingar af hönnunarfyrirmyndum.
Lesa meiraAnnar tekinn með afritunarbúnað
Tollverðir stöðvuðu nýverið erlendan ferðamann í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna gruns um að hann hefði eitthvað óhreint í pokahorninu.
Lesa meiraAuglýsing um álagningu opinberra gjalda á lögaðila 2014
Álögð gjöld lögaðila 2014
Skýringar á álögðum gjöldum lögaðila 2014.
Komu með búnað til að opna lása
Tollverðir á Seyðisfirði haldlögðu nýverið búnað, sem notaður er til að opna lása.
Lesa meiraTollverðir haldlögðu afritunarbúnað
Tollverðir stöðvuðu nýverið erlendan karlmann sem var að koma til landsins og fundu þeir í farangri hans búnað til afritunar á greiðslukortum við notkun þeirra í hraðbönkum.
Lesa meiraFíkniefni í gúmmíhanska
Hann hafði ekki erindi sem erfiði erlendi ferðamaðurinn sem ætlaði nýverið að koma með fíkniefni inn í landið í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Lesa meiraRafmagnstæki þurfa að vera CE-merkt - Tugir sendinga stöðvaðar
Tollstjóri vill af gefnu tilefni minna á að rafmagnstæki sem keypt eru erlendis eða pöntuð á netinu þurfa að bera CE merkingu til að flytja megi þau til landsins samkvæmt gildandi tilskipunum á Evrópska efnahagssvæðinu (EES).
Lesa meiraFríverslunarsamningur milli EFTA og Mið-Ameríkuríkjanna Kostaríka og Panama
Þann 5. september 2014 tók gildi fríverslunarsamningur EFTA við Mið-Ameríkuríkin Kostaríka og Panama.
Lesa meiraRafræn skilríki geta verið þrenns konar
Að gefnu tilefni vill ríkisskattstjóri leggja á það áherslu að engu skiptir á hvaða formi rafræn skilríki eru.
Lesa meiraFríverslunarsamningur Íslands og Kína – upprunaskírteini frá CCPIT
Kínversk stjórnvöld hafa tilkynnt, í samræmi við 34. gr. fríverslunarsamnings Íslands og Kína, að China Council for the Promotion of International Trade (CCPIT) hafi heimild til að gefa út upprunavottorð.
Lesa meiraMeð gælu-kakkalakka í Norrænu
Erlendir ferðamenn hafa sumir hverjir sérkennilega ferðafélaga með sér þegar þeir koma til landsins með Norrænu.
Lesa meiraTil endurskoðenda, bókhaldsstofa og viðurkenndra bókara.
LSD og afleiður
Stór hluti þeirra LSD-skammta sem tollverðir hafa lagt hald á það sem af er árinu og greint var frá í fréttum í gær, eru svokallaðar LSD - afleiður.
Lesa meiraTæplega 8000 skammtar af LSD haldlagðir
Tollverðir hafa haldlagt 7996 skammta af LSD það sem af er þessu ári. Er það mun meira magn heldur en haldlagt hefur verið undanfarin ár, eins og sjá má á eftirfarandi samanburði:
Lesa meiraLokað hefur verið fyrir umsóknir um leiðréttingu fasteignalána
Ekki er lengur unnt að sækja um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána á leidretting.is. Umsóknarfrestur rann út 1. september 2014 samkv. 4. gr. laga nr. 35/2014.
Lesa meiraBreytingar vegna QA og QB gjalds af eftirlitsskyldum rafföngum, sem taka gildi 1. september 2014
Varðar innflytjendur, tollmiðlara og hugbúnaðarhús, sem selja eða þjónusta hugbúnað til tollskýrslugerðar.
Lesa meiraRúm 130 karton af sígarettum haldlögð
Tollverðir haldlögðu 132 karton af sígarettum í tveimur erlendum skipum fyrr í mánuðinum. Var varningurinn falinn í skipunum og ætlaður til sölu hér á landi.
Lesa meiraLækkun vaxtabóta 2015
Að gefnu tilefni vill ríkisskattstjóri benda á að bráðabirgðaákvæði um hærri vaxtabætur féll úr gildi um síðustu áramót.
Lesa meiraHækkun frádráttar í 4%
1. júlí 2014 var leyfilegur frádráttur vegna iðgjalds í séreignarsjóð hækkaður í 4% af iðgjaldsstofni (launum). Frádrátturinn var áður 2%.
Lesa meiraÁlagning 2014 - lækkun launaafdráttar
Álagning þing- og sveitarsjóðsgjalda á einstaklinga vegna tekna á árinu 2013 var birt hjá ríkisskattstjóra 25. júlí 2014.
Lesa meiraFréttatilkynning um lok álagningar einstaklinga 2014
Ríkisskattstjóri hefur lokið álagningu opinberra gjalda á einstaklinga 2014.
Lesa meiraÁlagning opinberra gjalda
Auglýsing um álagningu opinberra gjalda á einstaklinga 2014.
Lesa meiraFríverslunarsamningur milli EFTA og aðildarríkja Samstarfsráðs Arabaríkjanna við Persaflóa
Þann 1. júlí 2014 tók gildi fríverslunarsamningur EFTA við aðildarríki Samstarfsráðs Arabaríkjanna við Persaflóa (Flóabandalagið eða GCC) og tvíhliða samningur Íslands og Flóabandalagsins um viðskipti með landbúnaðarvörur.
Lesa meiraUpplýsingar um álögð gjöld 2014
Upplýsingar um álögð gjöld 2014, sjá bæklinginn RSK 12.02 fyrir árið 2014.
Hættuleg vopn haldlögð
Tollverðir hafa að undanförnu lagt hald á umtalsvert magn muna, þar sem innflutningur á þeim flokkast undir brot á vopnalögum. Nær þrjátíu mál af þessum toga hafa komið upp á síðustu vikum.
Lesa meiraAllt um fríverslunarsamninginn við Kína
Þann 1. júlí 2014 tók gildi Fríverslunarsamningur Íslands og Alþýðulýðveldisins Kína.
Lesa meiraTollstjóri sigraði ljósmyndakeppni WCO
Embætti Tollstjóra bar sigur úr býtum í nýafstaðinni ljósmyndakeppni Alþjóðatollasamvinnuráðsins (WCO) og tók Snorri Olsen tollstjóri á móti verðlaunagrip keppninnar um nýliðna helgi.
Lesa meiraÁlagningarseðlar einstaklinga 2014
Álagningarseðlar einstaklinga verða birtir á þjónustuvefnum skattur.is 25. júlí n.k. Þeir sem óskuðu eftir álagningarseðli á pappír fá hann sendan í pósti eftir 25. júlí.
Lesa meiraFríverslunarsamningur milli Íslands og Alþýðulýðveldisins Kína tekur gildi 1. júlí 2014
Þann 1. júlí 2014 tekur gildi Fríverslunarsamningur Íslands og Alþýðulýðveldisins Kína.
Lesa meiraBreytingar á aðflutningsgjöldum við tollafgreiðslu vara sem taka gildi 1. júní 2014 og að hluta til afturvirkt frá 1. janúar 2014
Varðar m.a. innflytjendur, tollmiðlara og hugbúnaðarhús, sem selja eða þjónusta hugbúnað til tollskýrslugerðar.
Lesa meiraFramkvæmd skilagjalds til Tollstjóra frá og með 1. mars 2014
Þann 1. mars sl. færðist framkvæmd á innheimtu skilagjalds samkvæmt lögum nr. 52/1989, um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, frá Ríkisskattstjóra til Tollstjóra.
Lesa meiraÞrjú mál komu upp hér í alþjóðlegri aðgerð
Þrjú mál komu upp hér á landi í alþjóðlegri aðgerð, sem er nýlokið, gegn fölsuðum og ólöglegum lyfjum sem seld eru á netinu. Embætti Tollstjóra og Lyfjastofnun tóku sameiginlega þátt í aðgerðinni, sem stóð í viku.
Lesa meiraFyrirmyndarstofnun 2014
Í vali á Stofnun ársins 2014 var ríkisskattstjóri í 2. sæti í flokki stofnana með 50 starfsmenn eða fleiri.
Frestur atvinnumanna framlengdur
Breytt stjórnsýsluframkvæmd og ný útgáfa eyðublaðsins V-04
Þann 28. apríl 2014 tekur gildi ný útgáfa af eyðublaði V-04
Lesa meiraStöðvuðu meintar eftirlíkingar af Nike-skóm
Tollverðir stöðvuðu nýlega fjórar sendingar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, sem taldar voru innihalda eftirlíkingar af Nike-skóm.
Lesa meiraBreytingar á bráðabirgðatollafgreiðslu útfluttra vörusendinga
Breytingar vegna bráðabirgðatollafgreiðslu útfluttra vörusendinga sem taka gildi 1. september 2014 og varða rafræn skil útflytjanda/tollmiðlara á bráðabirgðatollskýrslu í þeim tilvikum þegar fullnægjandi gögn liggja ekki fyrir við tollafgreiðslu, og skil á fullnaðaruppgjöri
Lesa meiraAlþjóðlegt gegn eftirlíkingum
Embætti Tollstjóra er þátttakandi í alþjóðlegu verkefni, sem er nýhafið og beinist að því að vekja athygli á vörufölsun og tengslum við fjölþjóðlega skipulagða glæpastarfsemi. Herferðin ber yfirskriftina: "Falsanir: ekki kaupa hlut í skipulagðri glæpastarfsemi".
Lesa meiraHaldlögðu 120 leysibenda
Tollverðir stöðvuðu nýverið sendingu sem innihélt 120 leysibenda sem voru að styrk umfram það sem leyfilegt er. Sendingin kom frá Tælandi samkvæmt pöntun héðan.
Lesa meiraNánar um verklag vegna geymslusvæðiskóða við farmskrárskil
Tollstjóri mun gera þá kröfu að við farmskrárskil til embættisins komi ávallt fram hvar vara verði geymd, með því að þar verði vísað í geymslusvæðiskóða sem öllum geymslusvæðum fyrir ótollafgreiddar vörur, sem hafa útgefið starfsleyfi frá Tollstjóra, hefur verið úthlutað.
Lesa meiraTollverðir stöðvuðu gríðarlegt magn amfetamíns
Tollverðir stöðvuðu tilraunir til smygls á rúmlega 30 kílóum af amfetamíndufti á árinu 2013. Þar af voru um 19.5 kíló tekin í tollpósti og tæplega 11 kíló í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Lesa meiraRSK á UT messunni
UT-messan var haldin dagana 7. og 8. febrúar sl. en þetta er í fjórða sinn sem hún er haldin. Á sýningunni kynnti ríkisskattstjóri bæði þá rafrænu þjónustu sem hann býður upp á nú þegar sem og ýmis verkefni sem unnið er að.
Lesa meiraFrestur gagnaskila framlengdur til 12. febrúar
Frestur til að skila launamiðum, verktakamiðum og öðrum gögnum, sem auglýstur var til 10. febrúar, hefur verið framlengdur um tvo daga.
Lesa meiraVandræði með VSK-skil
Vegna tæknilegra örðugleika lentu sumir gjaldendur í vandræðum með að skila virðisaukaskattsskýrslum í gær 5. febrúar 2014.
Lesa meiraÚtleiga á húsum, íbúðum og herbergjum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu heimsótti 35 íbúðir í desember í samstarfi við ríkisskattstjóra.
Lesa meiraViljayfirlýsing um gagnkvæma aðstoð í innheimtumálum við Ástralíu
Nýlega skrifaði tollstjóri undir viljayfirlýsingu (Memorandum of Understanding) um gagnkvæma aðstoð í innheimtumálum milli Íslands og Ástralíu.
Lesa meiraUm 7000 tonn af spilliefnum stöðvuð
Alþjóðleg aðgerð tollyfirvalda, sem er nýlokið, leiddi til þess að ólöglegur flutningur sjóleiðis á um 7000 tonnum af spilliefnum og úrgangi var stöðvaður.
Lesa meiraTollyfirvöldum ber að staðfesta með áritun útflutning alls varnings þegar endurgreiðsla virðisaukaskatts nemur hærri fjárhæð en 5000 kr.
Embætti Tollstjóra vill koma því á framfæri að ef fjárhæð endurgreiðslu á virðisaukaskatti af varningi sem aðilar búsettir erlendis hafa fest kaup á hér á landi nemur hærri fjárhæð en 5.000 kr. ber tollyfirvöldum að staðfesta útflutning varningsins með áritun á endurgreiðsluávísunina, sbr. 3 ml., 2. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 294/1997 um endurgreiðslu virðisaukaskatts til aðila búsetta erlendis.
Lesa meiraTollalínan – listi yfir afgreiddar tollskýrslur
Ný vinnsla hefur bæst við í Tollalínunni. Þar er hægt að panta lista yfir afgreiddar aðflutningsskýrslur eða afgreiddar útflutningsskýrslur.
Lesa meiraGríðarleg fjölgun sendinga frá Kína og Hong Kong
Gríðarleg fjölgun hefur orðið á ábyrgðarsendingum hingað til lands frá Kína og Hong Kong.
Lesa meiraTollverðir stöðvuðu sautján burðardýr
Tollverðir stöðvuðu sautján meint burðardýr fíkniefna í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á síðasta ári.
Lesa meiraBreytingar á tollalögum, lögum um vörugjald og fleiri lögum
Þann 20. desember 2013 samþykkti Alþingi lög nr. 141/2013 þar sem m.a. gefur að líta breytingar á tollalögum, nr. 88/2005, lögum um vörugjald, nr. 97/1987, lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, og lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.,nr. 29/1993, með síðari breytingum.
Leyfi þarf til endursölu á rafsígarettum með nikótíni
Af gefnu tilefni vilja Lyfjastofnun, Neytendastofa og Tollstjóri benda á að innflutningur á rafsígarettum með nikótíni til endursölu er óheimill sé markaðsleyfi skv. lyfjalögum, nr. 93/1994, ekki fyrir hendi.
Lesa meiraFirmaskrá færð til fyrirtækjaskrár
Frá og með 1. janúar 2014 mun fyrirtækjaskrá sjá um firmaskrá sem áður var hjá sýslumönnum.
Lesa meira