Fréttir og tilkynningar


Fríverslunarsamningur Íslands og Kína – upprunaskírteini frá CCPIT

24.9.2014

Kínversk stjórnvöld hafa tilkynnt, í samræmi við 34. gr. fríverslunarsamnings Íslands og Kína, að China Council for the Promotion of International Trade (CCPIT) hafi heimild til að gefa út upprunavottorð.

Upprunavottorðin skulu vera í samræmi við fyrirmynd skjalsins sem finna má í viðauka V við samninginn.

Þeir sem hafa undir höndum upprunaskírteini frá CCPIT sem er í samræmi við viðauka V við samninginn geta skilað inn leiðréttri skýrslu og fengið álögð aðflutningsgjöld endurreiknuð.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum