Fréttir og tilkynningar


Rúmlega 150 vopn haldlögð

13.11.2014

Tollstjóri haldlagði samtals 154 vopn fyrstu níu mánuði ársins 2014. Í flestum tilvikum var um að ræða eggvopn, sem voru 62 talsins.

Haldlagðar byssur, þar af tæplega 40 loftbyssur, voru 44, hand-eða fótjárn 25 talsins og önnur vopn 19. Þá voru þrjár rafbyssur (taser) haldlagðar, eitt stykki varnarúði og 276 grömm af sprengipúðri.

Sjá: Vopnalög

Þessir munir sýndust við fyrstu sýn vera vasaljós. En þegar betur var að gáð voru þetta einnig rafbyssur.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum