Fréttir og tilkynningar


Hækkun frádráttar í 4%

29.7.2014

1. júlí 2014 var leyfilegur frádráttur vegna iðgjalds í séreignarsjóð hækkaður í 4% af iðgjaldsstofni (launum). Frádrátturinn var áður 2%.

Skilyrði frádráttar er að iðgjöld séu greidd reglulega, samkvæmt samningi um viðbótartryggingavernd, til lífeyrissjóða eða starfstengdra eftirlaunasjóða.

Greitt inn á íbúðarlán

Frá sama tíma tekur gildi heimild til að ráðstafa frádráttarbæru iðgjaldi í séreignarsjóð til greiðslu inn á íbúðarlán vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Einhleypir geta greitt allt að 1.500.000 krónum og hjón allt að 2.250.000 krónum af greiddum séreignarsparnaði inn á íbúðarlán, á tímabilinu 1. júlí 2014 til 30. júní 2017.

Þeir sem ekki eiga íbúðarhúsnæði til eigin nota geta sótt um að fá séreignarsparnað sama tímabils greiddan út við íbúðarkaup.

Sækja þarf um þessa ráðstöfun á leidretting.is.

Hækkun frádráttarins í 4% er almenn og óháð því hvort iðgjaldinu sé ráðstafað til greiðslu íbúðarlána.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum