Fréttir og tilkynningar


Breytt stjórnsýsluframkvæmd og ný útgáfa eyðublaðsins V-04

11.4.2014

Þann 28. apríl 2014 tekur gildi ný útgáfa af eyðublaði V-04

Núgildandi eyðublað ber heitið Umsókn um eftirgjöf vörugjalds af ökutæki, auk þess sem nauðsynlegt er að undirrita sérstaka yfirlýsingu vegna eftirgjafar. Ný útgáfa eyðublaðsins mun bera heitið Umsókn og yfirlýsing vegna eftirgjafar vörugjalds af ökutæki.

Eins og nafn nýrrar útgáfu ber með sér er eyðublaðið umsókn og yfirlýsing vegna eftirgjafar vörugjalds af ökutæki. Með tilkomu þess verður ekki útbúin sérstök yfirlýsing (kvöð) eins og nú er gert. Þess í stað er lýst því yfir að viðkomandi aðilar hafi kynnt sér viðeigandi ákvæði og skilyrði um eftirgjöf vörugjalda í II. kafla laga nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. og V. kafla reglugerðar 331/2000, með síðari breytingum.

Hvað varðar aðrar breytingar á stjórnsýsluframkvæmd er bent á eftirfarandi atriði. Leggja skal fram tvö útfyllt eyðublöð til meðferðar hjá Tollstjóra, eintak Tollstjóra og eintak eftirgjafaþega. Við gerð umsóknar er tegund eftirgjafar valin á flettiglugga t.d. eftirgjöf vegna bílaleigubíla eða leigubíla. Á flettilista er áréttaður gildistími breytingalása á ökutæki (kvaða) samkvæmt viðeigandi laga- og reglugerðarákvæði, enda eru öll skilyrði eftirgjafara uppfyllt. Ný útgáfa eyðublaðsins gildir fyrir öll afbrygði eftirgjafar vörugjalds samkvæmt reglugerð nr. 331/2000, með síðari breytingum, og sérútbúin ökutæki fyrir fólksflutninga. Fyrirkomulag við afléttingu breytingalása (kvaða) mun haldast óbreytt.

Vakin er athygli á að til þess að umsókn verði tæk til meðferðar er nauðsynlegt að allir reitir eyðublaðsins verði útfylltir. Sérstaklega er bent á að nauðsynlegt er að tilgreina undanþáguflokk, sem eru á flettilista og að eyðublaðið berist Tollstjóra undirritað af viðeigandi aðilum. Að meðferð lokinni mun Tollstjóri senda frumrit á lögheimili umsækjanda eða samkvæmt samkomulagi hluteigandi aðila. Að lokum er áréttað, fjárhæðir vegna eftirgjafar vörugjalds haldast óbreyttar og taka mið lögum nr. 29/199, reglugerð nr. 331/1993 og tollafgreiðsludegi eins og verið hefur.

Beina má fyrirspurnum um framkvæmd eftirgjafar vörugjalds af ökutækjum á netfangið serafgreidslur[hja]tollur.is.

- Ný útgáfa eyðublaðsins Umsókn og yfirlýsing vegna eftirgjafar vörugjalds af ökutæki - Leiðbeiningar

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum