Fréttir og tilkynningar


Tollyfirvöldum ber að staðfesta með áritun útflutning alls varnings þegar endurgreiðsla virðisaukaskatts nemur hærri fjárhæð en 5000 kr.

27.1.2014

Embætti Tollstjóra vill koma því á framfæri að ef fjárhæð endurgreiðslu á virðisaukaskatti af varningi sem aðilar búsettir erlendis hafa fest kaup á hér á landi nemur hærri fjárhæð en 5.000 kr. ber tollyfirvöldum að staðfesta útflutning varningsins með áritun á endurgreiðsluávísunina, sbr. 3 ml., 2. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 294/1997 um endurgreiðslu virðisaukaskatts til aðila búsetta erlendis.

Rétt þykir að ítreka að þetta á við um allan útfluttan varning og er ullarvarningur, hvort sem hann hefur verið framleiddur á Íslandi eður ei, ekki undanþeginn. Ljóst er að einhvers misræmis virðist hafa gætt í upplýsingagjöf hvað fyrrgreind atriði varðar og er þeim aðilum er hafa leyfi fjármála- og efnahagsráðuneytisins til að annast endurgreiðslu samkvæmt reglugerð nr. 294/1997 bent á að fara eftir þessum tilmælum og koma þeim áleiðis til sinna viðskiptavina þegar í stað.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum