Fréttir og tilkynningar


Fríðindameðferð smásendinga frá Kína

19.11.2014

Þessu er komið á framfæri, þar sem upp hafa komið nokkur mál þar sem vörusendingar, sem pantaðar hafa verið í gegnum kínverska netverslun hafa verið sendar frá öðrum löndum, t.d. Hollandi, Sviss, Singapore, án þess að fram hafi komið að upphaflega voru þær fluttar frá Kína og hafi verið undir tolleftirliti við umflutningi um önnur lönd. 

Í þessum tilvikum hefur fríðindameðferð verið hafnað hafi innflytjandi/móttakandi ekki getað fært sönnur á að sendingin hafi lagt upp frá Kína og að umflutningurinn þaðan hafi uppfyllt áðurnefnd ákvæði, enda skilyrði ofangreinds samnings þá ekki talin uppfyllt.

Við viljum benda þeim aðilum sem panta slíkar sendingar frá Kína og fá þær sendar frá öðru landi að hafa samband við seljenda og/eða flutningsaðila og óska eftir að fá upplýsingar um heildarflutning vörunnar frá Kína. Dæmi eru um að hægt sé að nálgast slíkar upplýsingar í gegnum ferilkerfi flutningsaðila á netinu með því að slá inn viðtökunúmeri sendingar í viðkomandi „tracking" kerfi.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum