Fréttir og tilkynningar


Afnám laga um almenn vörugjöld nr. 97/1987

22.12.2014

Alþingi hefur samþykkt afnám laga um vörugjald nr. 97/1987.

Fram kemur í breytingarlögunum að lögin skuli falla úr gildi þann 1. janúar 2015 en brottfelld ákvæði laga nr. 97/1987, um vörugjald, gilda þó áfram vegna sölu og afhendingar gjaldskyldrar vöru sem á sér stað fyrir 1. janúar 2015.

Í þessu felst að vörugjaldsskyldir aðilar skulu innheimta og skila vörugjaldi af framleiddum og innfluttum vörum til og með 31. desember 2014. Uppgjörstímabil fyrir nóvember - desember er þann 28. febrúar 2015. Skila ber vörugjaldsskýrslu til Tollstjóra í samræmi við það á gjalddaga. Endurgreiðslur vegna uppgjörstímabilsins fara fram á gjalddaga, þann 28. febrúar 2015.

Hafi gjaldendur frekari spurningar er bent á að hafa samband á vorugjald[hja]tollur.is

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum