Fréttir og tilkynningar


Breytingar á aðflutningsgjöldum við tollafgreiðslu vara sem taka gildi 1. júní 2014 og að hluta til afturvirkt frá 1. janúar 2014

27.5.2014

Varðar m.a. innflytjendur, tollmiðlara og hugbúnaðarhús, sem selja eða þjónusta hugbúnað til tollskýrslugerðar.

Almennt gildir að breytingarnar taka til allra vara sem ótollafgreiddar eru 1. júní 2014 nema breytingar skv. lið 8 hér neðar, en þær taka gildi afturvirkt frá og með 1. janúar 2014.

 

Ábendingar

Þegar leiðrétta eða breyta þarf aðflutningsskýrslum vegna þegar tollafgreiddra innfluttra vörusendinga, t.d. vegna of- eða vangreiddra gjalda, þá bera þær leiðréttingar aðflutningsgjöld skv. tollskrá, lögum og reglugerðum sem í gildi voru/eru tollafgreiðsludaginn eða e.a. bráðabirgðatollafgreiðsludaginn og nota skal tollafgreiðslugengi þess dags. Tollskrárnúmer, skilmálar þeirra, gjöld og tollafgreiðslugengi innfluttra hraðsendinga miðast við þann dag þegar tollgæsla veitti leyfi til að afhenda sendinguna innanlands (langoftast komudagur sendingar til landsins).

 

Á vef Tollstjóra má skoða annarsvegar tegundir tolla og hinsvegar önnur aðflutningsgjöld og taxta þeirra, t.d. fyrir og eftir 1. janúar 2014 eða 1. júní 2014, með því að velja viðeigandi viðmiðunardagsetningu. Ennfremur fást upplýsingar um tollskrárnúmer, tolla og gjöld á þeim o.fl. í tollskránni á vef Tollstjóra.

 

1. Kolefnisgjöld af eldsneyti, K* gjöld, lækkun

Taxtar kolefnisgjalda lækka og verða:

 

K2 Kolefnisgjald. Gas- og díselolía: 5,84 kr/lítra
K3 Kolefnisgjald. Bensín: 5,10 kr/lítra
K5 Kolefnisgjald. Brennsluolía: 7,23 kr/kg
K6 Kolefnisgjald. Jarðolíugas og annað loftkennt kolvatnsefni: 6,44 kr/kg

Heimild: 6. gr. laga nr. 46/2014 um gjaldskrárlækkanir o.fl.

 

2. Sérstakt vörugjald af eldsneyti, C1 og C2 gjöld, lækkun

Taxtar gjaldanna verða þessir:

 

C1 Blýlaust bensín: 40,30 kr/lítra
C2 Annað en blýlaust bensín: 42,73 kr/lítra

Heimild: 5. gr. laga nr. 46/2014 um gjaldskrárlækkanir o.fl.

 

3. Olíugjald, C3 gjald, lækkun

Gjaldið, C3 olíugjald, sem leggst á gas- og dísilolíu og ennfremur steinolíu til ökutækja, lækkar og verður 56,00 kr/lítra.

 

Heimild: 1. gr. laga nr. 46/2014 um gjaldskrárlækkanir o.fl.

 

4. Vörugjald af bensíni, LB gjald, lækkar

Gjaldið, LB vörugjald af bensíni, lækkar og verður 24,96 kr/lítra.

 

Heimild: 4. gr. laga nr. 46/2014 um gjaldskrárlækkanir o.fl.

 

5. Áfengisgjöld, V* gjöld, lækka

Áfengisgjöld lækka og verða:

 

VX Áfengisgjald 93,14 kr/cl af vínanda umfr. 2,25% - Öl o.fl.
VY Áfengisgjald 83,78 kr/cl af vínanda umfr. 2,25% - Vín
VZ Áfengisgjald 114,08 kr/cl af vínanda umfr. 0% - Annað áfengi

Lækkun áfengisgjalda hefur, auk almenns innflutnings á áfengi, áhrif á áfengisgjald áfengis í tollfrjálsum verslunum og umframmagn áfengis ferðamanna til landsins.

Heimild: 8. gr. laga nr. 46/2014 um gjaldskrárlækkanir o.fl.

 

6. Tóbaksgjöld, innflutningur til einkanota, T1 og T2 gjöld, lækka

Tóbaksgjöldin lækka og verða:

 

T1 Tóbaksgjald - vindlingar: 563,53 á hvern pakka; 20 vindlingar
T2 Tóbaksgjald - annað tóbak: 28,17 kr/gramm; grömm í lítrareit vörulínu í ebl. E1

Heimild: 10. gr. laga nr. 46/2014 um gjaldskrárlækkanir o.fl.

 

7. Flutningsjöfnunargjald á olíuvörur, J1 til J5 gjöld, breytast

Taxtar flutningsjöfnunargjaldanna breytast og verða:

 

J1 Bifreiðabensín, 0,43 kr/lítra
J2 Flugsteinolía (þotueldsneyti), 0,15 kr/lítra
J3 Gasolía, 0,78 kr/lítra
J4 Flugvélabensín, 0,20 kr/lítra
J5 Aðrar olíur og blöndur til brennslu, 0,10 kr/kg

Heimild: Auglýsing nr. 474/2014 um flutningsjöfnunargjald á olíuvörum.

8. A tollur verður 0% og XB vörugjald fellur niður af drykkjarvörum úr soyja, hrísgrjónum, höfrum, hnetum og/eða möndlum (staðgengdarvörur kúamjólkur)

A tollur lækkar úr 20% í 0% og XB vörugjald (kr/lítra) fellur niður afturvirkt frá og með 1. janúar 2014 á eftirtöldum 16 tollskrárnúmerum: 2202.9031, 2202.9032, 2202. 9033, 2202.9034, 2202.9035, 2202.9036, 2202.9037, 2202.9039, 2202.9041, 2202.9042, 2202.9043, 2202.9044, 2202.9045, 2202.9046, 2202.9047, 2202.9049.

Ennfremur verður eftirfarandi breyting á tollskrá, viðauka I við tollalög: Fyrirsögn uppskiptingar tollskrárnúmera 2202.904(n) var „Drykkjarvörur úr hrísgrjónum og/eða möndlum", en verður „Drykkjarvörur úr hrísgrjónum, höfrum, hnetum og/eða möndlum".

Heimild: Lög nr. 76/2014 um breytingu á tollalögum og lögum um vörugjald (staðgengdarvörur kúamjólkur).

 

Tollskrárlyklar til nota í tollskýrslugerðarhugbúnaði

Tollskrárlyklar, sem taka gildi 1. júní 2014, eru aðgengilegir hér á vef Tollstjóra. Aðeins tollskrárlyklar vegna innflutnings taka breytingum. Inn í þessum tollskrárlyklum eru einnig breytingarnar skv. lið 8 hér ofar sem gilda frá 1. janúar 2014.

 

 


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum