Fréttir og tilkynningar


Forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra heimsækja RSK

23.6.2014

Þann 19. maí sl. heimsótti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra embætti ríkisskattstjóra. Með í för voru Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðuneytisstjóri og aðstoðarmenn forsætisráðherra þeir Jóhannes Sturluson og Sigurður Már Jónsson.  Daginn áður hafði verið opnað fyrir umsóknir um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána á vefnum leidretting.is.  Þakkaði forsætisráðherra ríkisskattstjóra fyrir mikið og gott starf, og sagði það aðdáunarvert hvernig staðið hefði verið að málum hjá embættinu. 

Þann 22. maí heimsótti síðan Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra ríkisskattstjóra.  Með honum í för voru Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóri, Svanhildur Hólm Valsdóttir aðstoðarmaður ráðherra og verkefnastjórar Leiðréttingarinnar þau Guðrún Ögmundsdóttir og Tryggvi Þór Herbertsson.  Fjármálaráðherra ávarpaði starfsmenn í matsal og þakkaði þeim vel unnin störf, en hér var bæði um flókna og umfangsmikla aðgerð að ræða.  Sömuleiðis kynnti ráðherra sér önnur störf ríkisskattstjóra og heilsaði upp á hluta starfsmanna.

Heimsókn fjármála- og efnahagsráðherra

Helgi Guðnason skrifstofustjóri á einstaklingssviði og Bjarni Benediktsson

Heimsókn forsætisráðherraSkúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra


Heimsókn fjármála- og efnahagsráðherra

Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Guðrún Ögmundsdóttir verkefnisstjóri Leiðréttingarinnar og Svanhildur Hólm Valsdóttir aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra

Heimsókn forsætisráðherra

Sigmundur Davíð heilsar upp á starfsmenn Höfuðstólsleiðréttingarinnar

Heimsókn fjármála- og efnahagsráðherra

Bjarni Benediktsson ávarpar starfsmenn ríkisskattstjóra í matsal

Heimsókn forsætisráðherra

Sigmundur Davíð heilsar upp á starfsmenn Höfuðstólsleiðréttingarinnar

Heimsókn fjármála- og efnahagsráðherraGuðmundur Árnason ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og verkefnastjórar Leiðréttingarinnar, þau Tryggvi Þór Herbertsson og Guðrún Ögmundsdóttir, kynna sér starfsemi ríkisskattstjóra


Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum