Fréttir og tilkynningar


Mikið magn stera og lyfja haldlagt

28.11.2014

Tollstjóri haldlagði nýverið mikið magn af sterum og lyfjum sem bárust hingað til lands með póstsendingu.

Um var að ræða tæp þrjú kíló af sterum í duft- og gelformi og rúmlega fimm kíló af lyfjum, einnig í duftformi, sem reyndust vera tvær tegundir af staðdeyfilyfjum.

Sendingin barst frá Hong Kong og hafði lyfjunum og sterunum verið komið fyrir í pakkningum utan af matvælum. Málið var kært til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem fer með rannsókn þess.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum