Fréttir og tilkynningar


Með gælu-kakkalakka í Norrænu

18.9.2014

Erlendir ferðamenn hafa sumir hverjir sérkennilega ferðafélaga með sér þegar þeir koma til landsins með Norrænu.

Sú reyndist raunin með einn þeirra, sem nýverið kom hingað til lands til að ferðast um á húsbíl sínum. Meðferðis hafði hann þrjá stóra Madagaskar-kakkalakka í plastíláti.

Þegar tollverðir ræddu málið við hann kvað hann kakkalakkana vera gæludýr, sem unnusta sín hefði endilega viljað að hann tæki með sér svo honum leiddist ekki dvölin á Íslandi. Honum var gerð grein fyrir því að innflutningur lifandi dýra væri bannaður samkvæmt lögum. Hann tók því með skilningi og hélt leiðar sinnar, en kakkalakkarnir urðu af ferðalaginu.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum