Fréttir og tilkynningar


Útleiga á húsum, íbúðum og herbergjum

4.2.2014

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu heimsótti 35 íbúðir í desember í samstarfi við ríkisskattstjóra.

Þetta voru íbúðir þar sem gisting hafði verið auglýst í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum á borð við Facebook og airbnb.com. Frá þessu var greint á lögregluvefnum í gær.

Um var að ræða leiðbeinandi eftirlit með gistileyfum og skattskilum vegna tekna af sölu á gistingu. Unnið verður úr þeim gögnum sem þarna söfnuðust. Lögreglan og ríkisskattstjóri munu halda eftirliti þessu áfram.

Þeir sem hyggjast leigja hús, íbúðir eða herbergi til ferðamanna eru hvattir til að sækja um tilskilin leyfi áður en starfsemin hefst, vera með löglega tekjuskráningu og greiða af þeim tekjum lögbundna skatta og gjöld. Sækja þarf um rekstrarleyfi til lögreglu/sýslumanns áður en rekstur hefst og starfsleyfi til heilbrigðiseftirlits.

Á rsk.is er að finna upplýsingar um virðisaukaskattsskil vegna ferðaþjónustu og á syslumenn.is upplýsingar um leyfi til sölu gistingar, veitinga og áfengis.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum