Fréttir og tilkynningar


Annar tekinn með afritunarbúnað

5.11.2014

Tollverðir stöðvuðu nýverið erlendan ferðamann í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna gruns um að hann hefði eitthvað óhreint í pokahorninu.

Svo reyndist vera því í farangri hans fannst búnaður til að afrita upplýsingar af greiðslukortum við notkun þeirra í hraðbönkum. Tollstjóri haldlagði búnaðinn.

Maðurinn, sem er búlgarskur ríkisborgari, var að koma frá Finnlandi þegar hann var stöðvaður. Lögreglan á Suðurnesjum fór með rannsókn málsins og var manninum frávísað.

Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem tollverðir finna slíkan búnað í fórum ferðamanns. Í fyrra skiptið var einnig um búlgarskan ríkisborgara að ræða og hlaut mál hans sömu afgreiðslu og hins sem síðar kom. 

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum