Fréttir og tilkynningar


Rafmagnstæki þurfa að vera CE-merkt - Tugir sendinga stöðvaðar

1.10.2014

Tollstjóri vill af gefnu tilefni minna á að rafmagnstæki sem keypt eru erlendis eða pöntuð á netinu þurfa að bera CE merkingu til að flytja megi þau til landsins samkvæmt gildandi tilskipunum á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). 

Lausleg samantekt sýnir að stöðva þurfti innflutning á milli 70 og 80 sendinga frá Kína á tveggja mánaða tímabili í sumar vegna þess að CE merkingar vantaði. Einkum var um að ræða síma og spjaldtölvur.

Á Íslandi gilda sömu reglur um CE-merkingar og í öðrum EES-ríkjum þar sem landið er aðili að EES-samningnum.

Vöruflokkar sem heyra undir umræddar tilskipanir EES, auk rafmagnstækja, eru til dæmis leikföng, vélar, persónuhlífar og notendabúnaður fjarskiptakerfa og síma

CE-merking er skilyrði fyrir markaðssetningu tiltekinna vara á Evrópska efnahagssvæðinu. Merkið er auðkennismerking sem gefur til kynna að framleiðandi, innflytjandi eða dreifingaraðili vöru ábyrgist að hún uppfylli þær grunnkröfur um öryggi og almennt heilbrigði sem tilskipanir Evrópusambandsins kveða á um.

Nánari upplýsingar um CE-merkingar er að finna á þessum vefslóðum:

  • Evrópuvefurinn - Hvað táknar CE-merking á vörum
  • Mannvirkjastofnun - CE-merkingin
  • Neytendastofa - CE-merkið - þinn markaður í Evrópu!
  • Póst og fjarskiptastofnun - CE merkingar - Kaup á tækjum

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum