Fréttir og tilkynningar


Framkvæmd skilagjalds til Tollstjóra frá og með 1. mars 2014

27.5.2014

Þann 1. mars sl. færðist framkvæmd á innheimtu skilagjalds samkvæmt lögum nr. 52/1989, um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, frá Ríkisskattstjóra til Tollstjóra.

Þessi breyting hefur það í för með sér að skil á skýrslum vegna uppgjörstímabila skal nú skila til Tollstjóra í stað Ríkisskattstjóra. Fyrstu skil á skilagjaldsskýrslu til Tollstjóra er 28 júní næstkomandi, fyrir uppgjörstímabilið mars-apríl 2014. Tollstjóri hefur útbúið eyðublað á vef Tollstjóra www.tollur.is/skilagjald.

Hægt er að fylla eyðublaðið út rafrænt og senda það í tölvupósti með því að velja hnappinn „senda með tölvupósti" í skýrslunni, þá sendist skýrslan bæði á póstfangið skilagjald@tollur.is og evhf@evhf.is

Greiða skal skilagjald á gjalddaga uppgjörstímabils inn á reikning með skýringunni "v/Skilagjalds".

Bkn: 0101-26-85002 Kt.650269-7649

Síðustu skil á skilagjaldsskýrslu til ríkisskattstjóra var því 28. apríl sl. fyrir uppgjörstímabilið janúar - febrúar 2014.

Leiðréttingar og kærur á skilagjaldi skal senda ríkisskattstjóra til og með uppgjörstímabili janúar-febrúar 2014 en vegna seinni uppgjörstímabila skulu þær framvegis sendar Tollstjóra.

Þessi breyting á ekki að hafa nein áhrif á gjaldendur. Tollstjóri hvetur gjaldendur til að hafa samband við skrifstofu Tollstjóra ef spurningar vakna eða senda fyrirspurnir á skilagjald@tollur.is. 


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum