Fréttir og tilkynningar


Tollverðir stöðvuðu gríðarlegt magn amfetamíns

13.2.2014

Tollverðir stöðvuðu tilraunir til smygls á rúmlega 30 kílóum af amfetamíndufti á árinu 2013. Þar af voru um 19.5 kíló tekin í tollpósti og tæplega 11 kíló í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Úr þessum 30 kílóum hefði mátt framleiða allt að 107 kíló af efni sé miðað við 5.8% neyslustyrkleika, samkvæmt matsgerðum Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði.

Auk þessa stöðvuðu tollverðir 2.710 millilítra af amfetamínbasa á síðasta ári. 1.710 millilítrar voru teknir í tollpósti og 1.000 millilítrar voru stöðvaðir í flugstöðinni. Úr þessum vökva hefði mátt framleiða allt að 28 kíló af efni með 5.8% neyslustyrkleika. Samtals nam því það magn amfetamíns og -basa, sem tollverðir komu í veg fyrir að kæmust inn í landið á síðasta ári allt að 135 kílóum af amfetamínefni, hefði það verið unnið niður í 5.8% götustyrkleika.

Hluti þess amfetamíns, sem tollverðir tóku á síðasta ári.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum