Fréttir og tilkynningar


Seinkun á framkvæmd fríverslunarsamnings við GCC

25.11.2014

Þann 1. júlí sl. tók fríverslunarsamningur EFTA við aðildarríki Samstarfsráðs Arabaríkjanna við Persaflóa (GCC) gildi.

GCC samanstendur af Sádi-Arabíu, Sameinuðu Arabísku furstadæmunum, Barein, Óman, Katar og Kúveit. Samningurinn kveður á um lækkun eða niðurfellingu tolla á iðnaðarvörur, sjávarafurðir og unnar landbúnaðarvörur. Að auki gerðu Ísland og aðildarríki GCC með sér tvíhliða samning um viðskipti með óunnar landbúnaðarvörur.

Aðildarríki GCC hafa nýverið upplýst EFTA-ríkin um að dráttur hafi orðið á framkvæmd samningsins í aðildarríkjum þess og muni áfram verða. Inn- og útflytjendum sem hyggjast nýta samninginn er bent á að hafa samband við embætti Tollstjóra.

Sá nánar í frétt á vef Utanríkisráðuneytisins.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum