Fríverslunarsamningur milli Íslands og Alþýðulýðveldisins Kína tekur gildi 1. júlí 2014
Þann 1. júlí 2014 tekur gildi Fríverslunarsamningur Íslands og Alþýðulýðveldisins Kína.
Með ályktun Alþingis frá 29. janúar 2014 var ríkisstjórninni veitt heimild til þess að fullgilda fyrir Íslands hönd fríverslunarsamning milli Íslands og Alþýðulýðveldisins Kína.
Samningur þessi hefur nú verið fullgiltur af samningsaðilum.
Samningaviðræðum Íslands og Alþýðulýðveldisins Kína, sem hófust í apríl 2007, lauk í apríl 2013 með undirritun samningsins í Peking í Kína.
Samningurinn nær fyrst og fremst til vöruviðskipta en samkvæmt honum falla tollar niður á iðnaðarvörum og sjávarafurðum þegar við gildistöku samningsins. Jafnframt munu samningsaðilar lækka eða fella niður tolla af ýmsum unnum landbúnaðarvörum. Tollar af tilteknum afurðum munu lækka skref fyrir skref yfir fyrirfram tilgreindan tíma, gagnvart innflutningi á íslenskum upprunavörum til Kína.
Kynntu þér ítarlegar upplýsingar um fríverslunarsamning Íslands og Kína
Í tenglinum hér að ofan er að finna leiðbeiningar um útfyllingu aðflutnings- og útflutningsskýrslu og breytingar vegna nýrra lykla í skýrslum, vegna rafrænnar tollafgreiðslu og vegna hugbúnaðar til tollskýrslugerðar.
Tilkynning um fríverslunarsamning við Kína (pdf skjal)
Algengar spurningar um fríverslunarsamning Íslands og Kína og svör við þeim.