Fréttir og tilkynningar


Frestur gagnaskila framlengdur til 12. febrúar

11.2.2014

Frestur til að skila launamiðum, verktakamiðum og öðrum gögnum, sem auglýstur var til 10. febrúar, hefur verið framlengdur um tvo daga.

Vegna truflana á vefnum í gær, sem orsakaði hægagang og vandræði við skil, hefur ríkisskattstjóri ákveðið að framlengja ofangreindan skilafrest til og með 12. febrúar. Jafnframt er beðist velvirðingar á þeim óþægindum sem nettruflanir kunna að hafa valdið.

Þau gögn sem hinn framlengdi skilafrestur nær til eru:

 • Launamiðar og verktakamiðar
 • Bifreiðahlunnindamiðar
 • Hlutafjármiðar
 • Viðskipti með hlutabréf og önnur verðbréf
 • Bankainnstæður
 • Ýmis lán til einstaklinga
 • Stofnsjóðsmiðar
 • Greiðslumiðar - leiga eða afnot
 • Fjármagnstekjumiðar
 • Hlutabréfakaup skv. kaupréttarsamningi
 • Takmörkuð skattskylda - greiðsluyfirlit

 

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum