Fréttir og tilkynningar


Breyting á fyrirkomulagi við innheimtu opinberra gjalda á höfuðborgarsvæðinu

18.12.2014

Vakin er athygli á að frá og með 1. janúar 2015 mun Tollstjóri annast innheimtu skatta og gjalda á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt reglugerð nr. 1060/2014, um innheimtumenn ríkissjóðs.

Frá og með þeim degi geta þeir sem eiga lögheimili í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði ekki lengur greitt skatta og gjöld hjá sýslumönnum í Kópavogi og Hafnarfirði heldur flyst öll afgreiðsla og þjónusta vegna innheimtunnar til Tollstjóra að Tryggvagötu 19, 101 Reykjavík. Fyrrgreint á einnig við um innheimtu álagninga fyrri ára. Breyting á innheimtuumdæmi Tollstjóra kemur í kjölfar fækkunar sýslumannsembætta úr 24 í 9 samkvæmt lögum númer 50/2014, um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði.

Á vef Tollstjóra eru allar helstu upplýsingar um innheimtu skatta og gjalda hjá einstaklingum og fyrirtækjum.

Þeim sem vilja greiða skatta eða gjöld er bent á síðu um uppgjör á sköttum og gjöldum og síðu með upplýsingum um bankareikninga Tollstjóra.

Þjónustuver innheimtusviðs svarar fyrirspurnum um innheimtu skatta og gjalda í símanúmerinu 560 0350 og í netfanginu fyrirspurn[hja]tollur.is. Einnig er bent á netföngin:kaupgreidandi[hja]tollur.is - vegna afdráttar af launum utan staðgreiðslu, skattur[hja]tollur.is - sendið kvittanir úr netbönkum á þetta netfang og vanskil[hja]tollur.is - varðandi vanskil og greiðsluáætlanir.

Í samræmi við stefnu Tollstjóra mun embættið leitast við að veita íbúum á höfuðborgarsvæðinu faglega og góða þjónustu við innheimtu opinberra gjalda.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum