Fréttir og tilkynningar


Lokað hefur verið fyrir umsóknir um leiðréttingu fasteignalána

2.9.2014

Ekki er lengur unnt að sækja um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána á leidretting.is. Umsóknarfrestur rann út 1. september 2014 samkv. 4. gr. laga nr. 35/2014.  

Útreikningur mun fara fram eftir að umsóknir hafa verið yfirfarnar samkvæmt nánari ákvörðun verkefnisstjórnar.  Ef einhverjar upplýsingar vantar verður haft samband við umsækjendur.

Niðurstaðan verður birt samtímis fyrir allar umsóknir sem hægt er að ljúka útreikningi á, án frekari upplýsinga eða skoðunar. Gert er ráð fyrir að niðurstaða útreiknings liggi fyrir í október. Að því loknu mun umsækjandi þurfa að samþykkja útreikninginn áður en kemur til endanlegrar afgreiðslu. 

Ríkisskattstjóri


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum