Fréttir og tilkynningar


Tilkynning til hugbúnaðarhúsa, inn- og útflytjenda og tollmiðlara

21.11.2014

Breytingar og uppfærsla tollskrárlykla og tollskýrslugerðarhugbúnaðar vegna eftirfarandi:

  1. Gildistaka fríverslunarsamnings EFTA og Kólumbíu 15. nóvember 2014 (gildir afturvirkt frá 1. október 2014. Ný tegund tolls, YD lykill, og landlykill er CO.

  1. Gildistaka fríverslunarsamnings EFTA og Kostaríka og Panama 5. september 2014. Ný tegund tolls er YM lykill fyrir Panama, landlykill er PA. Ný tegund tolls er YN fyrir Kostaríka, landlykill er CR.
  2. Gildistaka fríverslunarsamnings EFTA og aðildarríkja Samstarfsráðs Arabaríkjanna við Persaflóa 23. júlí 2014 (gildir afturvirkt frá 1. júlí 2014). Ný tegund tolls er YF, og landalyklar eru AE, BH, KW, OM, QA og SA.
  3. Breytingar sem varða fríverslunarsamning milli Íslands og Kína, YL tegund tolls og landlykill CN, en þessi samningur tók gildi 1. júlí 2014. Varðar það þegar bæði kínversk og EES upprunavara, eins og upprunavara er skilgreind í viðkomandi fríverslunarsamningum, er í vörusendingu. Upphaflega var ekki gert ráð fyrir að bæði kínversk og EES upprunavara gæti verið til staðar í sömu vörusendingu, þ.e. að bæði FKI upprunasönnun og EUR upprunasönnun fylgdi og væri framvísað með vörum í sömu vörusendingu. Af þessum ástæðum mætti ekki bæði vísa til FKI og EUR upprunasönnunar í reit 14 (leyfi/vottorð) í aðflutningsskýrslu. Komið hefur í ljós að kínversk upprunavara, skv. fríverslunarsamningi Íslands og Kína, getur verið flutt beinum flutningi til Íslands frá Kína með þeim hætti t.d. að varan er sett í gáma á geymslusvæðum fyrir ótollafgreidda vöru erlendis og getur þar myndað vörusendingu ásamt EES upprunavörum. Vörusendingin er síðan send til Íslands. FKI lykill upprunasönnunar og EUR lykill upprunasönnunar getur því komið til í sömu vörusendingu, sömu aðflutningsskýrslu, við innflutning þeirrar vörusendingar enda séu þá ákvæði í lið 1.2.4 ,flutningsreglur, í þessari tilkynningu um Kína Ísland fríverslunarsamninginn uppfyllt og ennfremur verða að fylgja vörusendingu fullgildar FKI og EUR upprunasannanir. Villuprófun skal vera til staðar í tollskýrslugerðarhugbúnaði þannig að minnt sé á að uppfylla verði ákvæði um beinan flutning á kínverskum upprunavörum frá Kína til Íslands ef bæði FKI og EUR lykill eru skráðir í reit 14 í sömu aðflutningsskýrslunni og að fullgildar FKI og EUR upprunasannanir fylgi vörusendingunni. Hafa verður í huga að algengt er að vara sem framleidd er í Kína hafi verið flutt inn og tollafgreidd inn í land utan Íslands og er síðan seld þaðan og flutt inn til Íslands, en nýtur þá ekki tollfríðinda skv. Kína Ísland fríverslunarsamningnum.

Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu tollskrárlykla. Þar er ennfremur nýjasta útgáfa tollskrárlykla til að nota í tollskýrslugerðarhugbúnaði.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum