Fréttir og tilkynningar


Rúmlega 290 vefsíðum lokað

10.12.2014

Embætti Tollstjóra tók nýverið þátt í alþjóðlegu átaki, í samvinnu við embætti ríkislögreglustjóra og tengslaskrifstofu Íslands hjá Europol, gegn sölu falsaðs varnings á vefsíðum.

Europol samhæfði aðgerðina sem að stóðu 25 löggæslustofnanir í nítján löndum. Hún leiddi til þess að 292 vefsíðum sem seldu grunlausum viðskiptavinum falsaðan varning var lokað. Einkum var um að ræða eftirlíkingar af dýrri merkjavöru, íþróttafatnað, rafmagnstæki, fölsuð lyf og „ sjóræningjaefni" svo sem tónlist og kvikmyndir. Er þetta í fimmta sinn, sem átak af þessu tagi, sem hefur fengið heitið „Operation IOS" (In Our Sites), fer fram. Verkefnið hefur leitt til þess að samtals 1829 ólöglegum vefsíðum hefur verið lokað frá því að það var hafið í nóvember 2012.

Engri síðu, sem bauð upp á ólögleg viðskipti af þessu tagi var lokað hér á landi að þessu sinni.

Falsaðir Nike skór:

Sjá nánar: https://www.europol.europa.eu/content/292-internet-domain-names-seized-selling-counterfeit-products

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum