Fréttir og tilkynningar


Verklag vegna geymslusvæðiskóða við farmskrárskil

19.2.2014

Fyrirtækjum sem hafa fengið útgefið starfsleyfi til að reka geymslusvæði fyrir ótollafgreiddar vörur, sbr. 1. mgr. 69. gr. tollalaga, er bent á að frá og með 1. mars 2014 mun embætti Tollstjóra taka upp áður boðað verklag er varðar tilvísun í geymslusvæði með geymslusvæðiskóða við skil á farmskrám til Tollstjóra, sbr. l. liður 2. tl. 1. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 1100/2006 um vörslu og tollmeðferð vöru. Frá og með 1. mars 2104 verður virkjuð villuprófun í Tollakerfi sem hafnar innlestri farmskrár með CUSCAR ef ekki er geymslusvæðiskóði í farmbréfi.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum