Fréttir og tilkynningar


Til innflytjenda, tollmiðlara og þjónustuaðila hugbúnaðar

22.12.2014

Varðar m.a. innflytjendur, útflytjendur, tollmiðlara og hugbúnaðarhús, sem selja eða þjónusta hugbúnað til tollskýrslugerðar.

Athugið að tilkynning um allar breytingar á aðflutningsgjöldum og fleira er varðar tollafgreiðslu og taka gildi 1. janúar 2015 verður birt á vef Tollstjóra fyrir áramót. Í þessari tilkynningu eru aðeins upplýsingar varðandi virðisaukaskatt, nýtt úrvinnslugjald á raf- og rafeindatæki, EFTA Bosníu Hersegóvínu fríverslunarsamninginn og tollkrít (greiðslufrest við tollafgreiðslu).

Almennt gildir að breytingarnar taka til allra vara sem ótollafgreiddar eru 1. janúar 2015 nema annað sé tekið fram. Þegar leiðrétta eða breyta þarf aðflutningsskýrslum vegna þegar tollafgreiddra innfluttra vörusendinga, t.d. vegna of- eða vangreiddra gjalda, þá bera þær leiðréttingar aðflutningsgjöld skv. tollskrá, lögum og reglugerðum sem í gildi voru tollafgreiðsludaginn eða e.a. bráðabirgðatollafgreiðsludaginn og nota skal tollafgreiðslugengi þess dags. Tollskrárnúmer, skilmálar þeirra, gjöld og tollafgreiðslugengi innfluttra hraðsendinga miðast við þann dag þegar tollgæsla veitti leyfi til að afhenda sendinguna innanlands (langoftast komudagur sendingar til landsins).

 

1. Breytingar á virðisaukaskatti, nýir Ö5 og Ö6 gjaldakódar

Teknir verða upp nýir gjaldakódar vegna breyttra taxta lægra og hærra þreps virðisaukaskatts:
Ö5 Virðisaukaskattur 11% VSK
Ö6 Virðisaukaskattur 24% VSK
Ofangreinda gjaldakóda virðisaukaskatts þarf að stofna í tollskýrslugerðarhugbúnaði. Hér eru lögin er varða þessar breytingar, sjá 1. gr. laganna.

 

Til 31. desember 2014 gildir áfram neðangreint. Þessi virðisaukaskattur getur áfram komið á t.d. hraðsendingar sem afhentar voru fyrir áramót en tollafgreiddar eru með aðflutningsskýrslu eftir áramót. Einnig ef verið er að leiðrétta aðflutningsskýrslur hjá tollstjóra eftir áramót sem tollafgreiddar voru fyrir áramót.
Ö3 Virðisaukaskattur 7% VSK
Ö4 Virðisaukaskattur 25,5% VSK

 

2. Nýtt úrvinnslugjald á raf- og rafeindatæki, BU gjald

Nýtt úrvinnslugjald á raf- og rafeindatæki, BU gjald, sem er kr á kg vörunnar tekur gildi. Taxti gjalds er mismunandi eftir tollskrárnúmerum. Stofna þarf BU gjaldakóda í tollskýrslugerðarhugbúnaði. Hér eru lögin er varða þetta gjald, sjá 23. og 24. gr. laganna.

 

 

3. Fríverslunarsamningur EFTA og Bosníu Hersegóvínu, YO tegund tolls

Þessi fríverslunarsamningur tekur gildi um áramót. Tegund tolls er YO og landakódi BA, Bosnía Hersegóvína. Stofna þarf YO tegund tolls (kóda) í tollskýrslugerðarhugbúnaði. Allar nánari upplýsingar eru í þessari tilkynningu á vef Tollstjóra.

 

 

4. Gjalddagar uppgjörstímabila vegna skuldfærslu aðflutningsgjalda við tollafgreiðslu; fyrirkomulag sem gilt hefur 2014 framlengt óbreytt fyrir árið 2015

Á árinu 2014 hafa verið í gildi tímabundið lengri greiðslufrestir (fleiri gjalddagar) á aðflutningsgjöldum. Framangreindum ákvæðum hefur verið framlengt til 31. desember 2015.
Sjá 26. gr. þessara laga.

 

 

5. Tollskrárlyklar til nota í tollskýrslugerðarhugbúnaði

Tollskrárlyklar, sem taka gildi 1. janúar 2015, verða aðgengilegir milli jóla og nýárs hér á vef Tollstjóra. Aðeins tollskrárlyklar vegna innflutnings taka breytingum.

 

 

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum