Fréttir og tilkynningar


Vandræði með VSK-skil

6.2.2014

Vegna tæknilegra örðugleika lentu sumir gjaldendur í vandræðum með að skila virðisaukaskattsskýrslum í gær 5. febrúar 2014.

Af þessum sökum verður fallið frá álagsbeitingu á þá sem skila skýrslum í dag, 6. febrúar, að því tilskyldu að greiðsla berist jafnframt til innheimtumanns í dag. Beðist er velvirðingar á óþægindunum.

5. febrúar var gjalddagi virðisaukaskatts vegna tímabilsins nóvember-desember 2013 og einnig gjalddagi ársskilamanna vegna ársins 2013.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum