Fréttir og tilkynningar


RSK á UT messunni

12.2.2014

UT-messan var haldin dagana 7. og 8. febrúar sl. en þetta er í fjórða sinn sem hún er haldin.  Á sýningunni kynnti ríkisskattstjóri bæði þá rafrænu þjónustu sem hann býður upp á nú þegar sem og ýmis verkefni sem unnið er að.

Á sýningunni var ríkisskattstjóri með sýningarbás þar sem rafrænar lausnir embættisins voru kynntar.  Sérstök áhersla var á rafræn skilríki til auðkenningar inn á þjónustuvefinn.  Slík auðkenning hafði verið fyrir hendi í nokkur ár en nýlega var opnað fyrir auðkenningu með rafrænum skilríkjum á GSM-síma. Slík auðkenning er mjög einföld og þægileg í notkun.

Kynntar voru reiknivélar á rsk.is til að reikna út staðgreiðsluskatta launa sem og fjárhæð bifreiðagjalda, vaxtabóta og barnabóta.  Auk þess var athygli vakin á þeirri rafrænu þjónustu sem boðið er uppá á þjónustuvefnum, hvort heldur um er að ræða upplýsingar sem hægt er að skoða, skila eða sækja um leiðréttingar og endurgreiðslur.

Rafræn fyrirtækjaskrá vakti mesta athygli af þeim verkefnum sem embættið er að vinna að, en þar verður hægt að stofna félag algerlega með rafrænum hætti sem og að undirrita skjöl vegna stofnunar félags með rafrænum skilríkjum. Auk þess var kynnt að unnið er að því að hætta útgáfu skattkorta á pappír sem og einfaldari framsetningu á skattframtali einstaklinga utan rekstrar.

UT-messan 2014

Birgitta Arngrímsdóttir og Tina Paic í bás RSK á UT-messunni

Ut-messan 2014Frá UT-messunni 2014 í Hörpu


Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum