Fréttir og tilkynningar


Fimmtíu leysibendar haldlagðir

3.12.2014

Tollstjóri hefur haldlagt fimmtíu leysibenda það sem af er þessu ári. Þeir hafa komið hingað til lands í farangri eða misstórum sendingum. Í þeirri stærstu voru 36 stykki.

Tollstjóri minnir á að notkun ólöglegra leysibenda getur reynst stórhættuleg. Í því sambandi má minna á alvarlegan augnskaða sem 13 ára drengur hlaut af völdum leysibendis hér á landi. Þá hefur ítrekað skapast hætta þegar leysibendum hefur verið beint að farartækjum í lofti og á láði, jafnvel að flugvélum í aðflugi. Öflugir bendar geta bæði valdið skaða á húð og augum og jafnvel íkveikju, að því er fram kemur á heimasíðu Geislavarna ríkisins.*

Jafnframt er minnt á að innflutningur öflugra leysibenda er tilkynningarskyldur og að notkun þeirra er óheimil. Leysibendar teljast öflugir ef þeir eru sterkari en 1 mW. Geislavarnir ríkisins veita ekki leyfi til notkunar öflugra leysibenda nema ríkar ástæður séu til.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum