Fréttir og tilkynningar


Hættuleg vopn haldlögð

2.7.2014

Tollverðir hafa að undanförnu lagt hald á umtalsvert magn muna, þar sem innflutningur á þeim flokkast undir brot á vopnalögum. Nær þrjátíu mál af þessum toga hafa komið upp á síðustu vikum.

Af þessum málafjölda eru sjö mál þar sem um er að ræða tilraunir til innflutnings á loftbyssum. Þar á meðal eru öflugar loftskammbyssur, sem geta verið stórhættulegar sé þeim beitt. Af öðrum munum sem tollgæsla hefur lagt hald á má nefna kylfur, sveðjur, hnúajárn, fjaðurhnífa, rafbyssu, (taser), handjárn og sterka leysibenda. Í mörgum tilvikum hefur, eins og kunnugt er, skapast stórhætta þegar leysibendum hefur verið beint að fólki og farartækjum.

Tollstjóri kærir mál af þessu tagi til lögreglu.

Sjá nánar í Vopnalögum

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum