Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa


Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa

Niðurfelling tollaívilnana fyrir unnar landbúnaðarafurðir frá Egyptalandi

7.12.2021

Bókun A við fríverslunarsamning EFTA ríkjanna og Egyptalands kveður á um einhliða tollaívilnanir EFTA ríkjanna fyrir ákveðnar unnar landbúnaðarafurðir frá Egyptalandi. Bókunin, sem gekk í gildi samfara fríverslunarsamningi EFTA og Egyptalands árið 2007 hafði takmarkaðan gildistíma. Áætlað var að EFTA og Egyptaland lykju samningaviðræðum um tvíhliða markaðsaðgang fyrir unnar landbúnaðarafurðir áður en bókunin félli úr gildi. Gildistíminn var hins vegar framlengdur í tvígang, bæði 2012 og 2014, meðal annars vegna ótryggs stjórnmálaástands í Egyptalandi sem gerði samskipti við þarlend yfirvöld erfið.

Bókunin féll formlega úr gildi 31. Júlí 2016 en hefur verið framfylgt einhliða af EFTA ríkjunum með það að markmiði að gefa Egyptalandi ráðrúm til að taka upp samningaviðræður. Fyrr á þessu ári var egypskum stjórnvöldum tilkynnt að EFTA ríkin sæju sér ekki annað fært en að stöðva einhliða framkvæmd bókunarinnar. Þar til annað verður ákveðið hafa tollaívilnanir Íslands fyrir unnar landbúnaðarafurðir frá Egyptalandi sem fram koma í bókun A því verið felldar úr gildi.

Til glöggvunar á því um hvaða vörur ræðir er hlekkur á bókun A í heild sinni hér að neðan

Opna bókun A

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum