Fréttir og tilkynningar


Heimild til ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á lán eða vegna húsnæðiskaupa framlengd

21.6.2021

Almenn heimild til að nýta séreignarsparnað vegna kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota eða til ráðstöfunar upp í höfuðstól láns sem tekið var vegna kaupanna hefur verið framlengd til og með 30. júní 2023.

Umsækjendur með virka ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á lán geta nú óskað eftir því að ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á lán haldi áfram. Þetta er gert með því að skrá sig inn á www.leidretting.is og óska eftir að gildistími ráðstöfunar sé framlengdur. 

Frestur til að óska eftir áframhaldandi ráðstöfun inn á lán er til og með 30. september 2021, en eftir það gilda umsóknir aðeins frá þeim mánuði þegar þær berast. Ef gildistími umsókna er ekki framlengdur falla umsóknir úr gildi frá og með 1. júlí 2021 og engar frekari greiðslur berast inn á lán. 

Skoða Leidretting.is

Permission to allocate private pension payments extended

General permission to use private pension payments for the purchase of residential property for own use, or for allocation towards a mortgage taken for that purchase, has been extended in accordance with Act no. 65/2021. The permission has been extended until June 30, 2023.

Applicants with an active allocation of private pension payments towards mortgages can now request an extension of the allocation. This is done by logging into the applicant‘s portal at www.leidretting.is and request an extension of the allocation. The deadline for requesting an extension is until September 30, 2021, and applications received after this deadline will only be valid from the month in which they are received. If an extension is not requested, the application will expire as of July 1st, 2021, and no further payments will be made towards the mortgage.

Leidretting.is


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum