Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa


Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa

Breytingar á lögum um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur

30.4.2021

Þann 1. maí taka gildi lög nr. 30/2021 um breytingu á lögum um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, nr. 52/1989.

Lögin breyta fjárhæðum skilagjalds og umsýsluþóknun á hverja umbúðaeiningu drykkjarvara í einnota umbúðum úr stáli, áli, gleri og plastefni. Skilagjald hækkar úr 14,41 kr./stk. í 16,22 kr./stk. og eru gjöldin eftir breytingu:

Umbúðir drykkjarvöru Taxti
kr/stk
Umsýsluþóknun
kr/stk
Samtals taxti
kr/stk
Gjaldakóði
tollafgreiðslu
    Var Verður    
Stál 16,22 5,50 6,60 22,82 GB
Ál 16,22 0,20 0,80 17,02 GC
Gler > 500 ml 16,22 5,30 12,30 28,52 GD
Gler = eða < 500 ml 16,22 3,90 9,40 25,62 GE
Plastefni, litað 16,22 3,20 4,30 20,52 GF
Plastefni, ólitað 16,22 1,30 2,40 18,62 GG
Plastefni, ólitað endurunnið 16,22   1,40 17,62 GH (nýtt)


Umbúðir úr endurunnu, ólituðu plastefni er ný umbúðategund sem nánar er skilgreind í reglugerð nr. 477/2021 um (1.) breytingu á reglugerð nr. 750/2017 um söfnun, endurvinnslu og skilagjald á einnota drykkjarvöruumbúðir. Þar er kveðið á um að umbúðir úr ólituðu plastefni sem er a.m.k. 35% endurunnið, teljast vera úr ólituðu, endurunnu plastefni.

Samhliða lagabreytingunni tekur gildi auglýsing nr. 31/2021 um breytingu á tollskrá en auglýsingin felur í sér að gerð eru sérstök tollskrárnúmer fyrir drykkjarvörur í einnota umbúðum úr endurunnu ólituðu plastefni.

Einnig hafa lög nr. 30/2021 m.a. í för með sér þá breytingu að þeir aðilar sem selja farþegum og áhöfnum millilandafara óáfengar drykkjarvörur og bjór úr tollfrjálsri verslun við brottför frá landinu, sbr. 1. mgr. 104. gr. tollalaga, nr. 88/2005, skulu leggja á og greiða gjald skv. 2. mgr. eins og um væri að ræða sölu innanlands.

Sjá einnig frétt á vef Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum