Fréttir og tilkynningar


Ábyrgð, skráning og sektir stjórnarmanna

25.1.2021

Með dómi Héraðsdóms Suðurlands, í máli nr. 304/2019 voru tveir fyrirsvarsmenn félags dæmdir hvor um sig til að greiða tæplega 10 milljón króna sekt í ríkissjóð. 

Málið snérist annars vegar um ábyrgð þeirra á skilum skattframtala félagsins á réttum tíma gjaldárin 2009 og 2010 og hins vegar um ábyrgð á að standa skil á staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts vegna ákvörðunar um arðsúthlutun úr félaginu á rekstrarárinu 2008 að fjárhæð ríflega 166.500.000 milljónir.

Ákærðu voru annars vegar skráður framkvæmdastjóri og hins vegar skráður stjórnarformaður. Báðir ákærðu höfðu prókúruumboð, voru stofnendur skattaðila og gegndu framangreindum stöðum fram til 11. júní 2009. Í kjölfar þess verða töluverðar breytingar á stjórn og eignarhaldi félagsins, m.a. taka sæti stjórnarmenn sem fyrir dómi vitnuðu til um að þeir hefðu ekkert komið nálægt eða haft nokkra aðkomu að rekstrinum. Dómurinn taldi að hvort sem eigendaskipti að félaginu hefðu verið til málamynda eða raunveruleg að ákærðu hefðu báðir verið stjórnendur félagsins þegar skila bar framtali gjaldárið 2009 og voru þeir sakfelldir fyrir þann hluta ákærunnar. Ýmislegt benti til þess að þeir hefðu ennþá verið raunverulegir stjórnendur vegna gjaldaársins 2010 en þar sem þeir höfðu verið formlega afskráðir úr stjórn þá gætu þeir ekki borið refsiábyrgð vegna þess og voru þeir því sýknaðir af þeim hluta ákærunnar.

Varðandi seinni lið ákærunnar þá lá fyrir að ákvörðun um arðsúthlutun var tekin 5. september 2008 og á því ári voru tæpar 50 milljónir greiddar til fyrirsvarsmannanna en afgangurinn var greiddur á árinu 2009. Þar sem það þótti ekki hafið yfir vafa að þeir hefðu í raun gegnt stjórnarstörfum eftir 11. júní 2009 var því aðeins miðað við þær fjárhæðir sem félaginu bara að standa skil á í stjórnartíð þeirra. Þeir voru því sýknaðir af ábyrgð af skilum á afdreginni staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts sem barst til þeirra eftir að þeir voru skráðir úr stjórn.

Dómur héraðsdóms Suðurlands

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum