Fréttir og tilkynningar


Staða á innflutningi tengiltvinnbifreiða til Íslands

7.12.2021

Með tilkynningu þessari vilja tollyfirvöld upplýsa innflytjendur ökutækja um að fljótlega mun niðurfelling virðisaukaskatts af innflutningi tengiltvinnbifreiða leggjast af.

Það er í samræmi við XXIV. bráðabirgðaákvæði við lög um virðisaukaskatt nr. 50/1988. Samkvæmt umræddu bráðabirgðaákvæði skal fella niður virðisaukaskatt, að ákveðnu hámarki, við innflutning m.a. tengiltvinnbifreiða, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. 

Á árinu 2021 er hámarksniðurfelling kr. 960.000 en sú upphæð mun lækka í kr. 480.000 á árinu 2022. Samkvæmt 7. mgr. XXIV. bráðabirgðaákvæði við virðisaukaskattslög skal hætta niðurfellingu virðisaukaskatts á tengiltvinnbifreiðum þegar 15.000 slíkar bifreiðar, sem notið hafa þess háttar ívilnana, hafa verið skráðar á ökutækjaskrá.

Samkvæmt upplýsingum tollyfirvalda hafði virðisaukaskattur verið felldur niður af 13.089 tengiltvinnbifreiðum við lok dags þann 03.12.2021 og því er ljóst að óðum styttist í að tengiltvinnbifreiðar njóti ekki lengur niðurfellingar á virðisaukaskatti við innflutning. Frétt þessi mun verða uppfærð reglulega þannig að innflytjendur geti fylgst með stöðu mála.

Uppfært 24.1.2022 - Skráningartölur verða hér eftir skráðar með upplýsingum um tollafgreiðslu ökutækja.

Uppfært  Fjöldi tengiltvinnbifreiðaFjölgun  Fjöldi eftir
21.1.202213.846+ 331.154
14.1.202213.813+ 1051.187
 07.01.202213.708+ 3631.292
 17.12.202113.345+ 1191.655
 10.12.2021 13.226 + 137 1.774
 03.12.2021 13.089 - -


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum