Fréttir og tilkynningar


1. mars opnar fyrir skil á skattframtali einstaklinga

19.2.2021

Opnað verður fyrir framtalsskil 2021, vegna tekna 2020, 1. mars nk. Lokaskiladagur er 12. mars.

Framtalið verður aðgengilegt á þjónustuvef Skattsins, www.skattur.is og ber öllum þeim sem náð hafa 16 ára aldri í lok árs 2020 að skila skattframtali og telja fram tekjur sínar og eignir.

Vegna sóttvarnaráðstafana verður ekki boðið upp á framtalsaðstoð í afgreiðslum Skattsins en þess í stað verður boðið upp á að panta símtal og fá aðstoð við að skila í gegnum síma.

Framtalsleiðbeiningar 2021 er tilbúnar og komnar á vefinn ásamt bæklingi með einföldum framtalsleiðbeiningum þar sem stiklað er á stóru yfir það helsta sem einstaklingar þurfa að huga að við skil á skattframtali.

Skoða framtalsleiðbeiningar

Notast þarf við rafræn skilríki eða veflykil til auðkenningar inn á þjónustuvefinn við innskráningu.

Hvernig fæ ég rafræn skilríki?
Rafræn skilríki fyrir ungmenni yngri en 18 ára
Hvar má nálgast týndan veflykil?

Lendir þú í vandræðum með framtal þitt verður einnig hægt að hafa samband við framtalsaðstoð í síma 442 1414 eða senda fyrirspurnir á netfangið framtal@skatturinn.is.

Hafa samband


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum