Fréttir og tilkynningar


Styrkir og stuðningur

15.4.2021

Birtar hafa verið upplýsingar um þá sem fengið hafa greidda tekjufallsstyrki og viðspyrnustyrki miðað við stöðuna 14. apríl 2021, og stuðning vegna launakostnaðar frá maí 2020 til og með febrúar 2021.

Í samræmi við 11. gr. laga nr. 118/2020, um tekjufallsstyrki, hafa nú verið birt nöfn þeirra lögaðila sem fengið hafa greidda slíka styrki miðað við stöðuna 14. apríl 2021. Fjárhæð styrkja er birt ef hún nær 100 þúsund evrum. Upplýsingarnar er að finna í leiðbeiningum um COVID úrræði undir Tekjufallsstyrkir í flipanum Veittur stuðningur.

Jafnframt hafa verið birtar upplýsingar um þá lögaðila sem fengið hafa greidda viðspyrnustyrki, sbr. 11. gr. laga nr. 160/2020, um viðspyrnustyrki. Í þeim lista koma fram nöfn styrkþega, fjöldi þeirra mánaða sem styrkur hefur verið ákvarðaður fyrir miðað við stöðuna 14. apríl 2021 og fjárhæð ef hún nær 100 þúsund evrum. Upplýsingarnar er að finna undir Viðspyrnustyrkir í flipanum Veittur stuðningur.

Búið er að afgreiða um 90% af fullbúnum umsóknum um tekjufallsstyrki og 85% af umsóknum um viðspyrnustyrki. Heildarfjárhæð greiðslna nemur um 9,5 milljörðum í tekjufallsstyrki og 2 milljörðum í viðspyrnustyrki.

Þá hafa upplýsingar um stuðning vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti verið uppfærðar og taka þær nú til uppsafnaðra fjárhæða frá maí 2020 til og með febrúar 2021. Upplýsingar þessar er að finna í Laun á uppsagnarfresti í flipanum Veittur stuðningur


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum