Fréttir og tilkynningar


Áhrif samkomutakmarkana á afgreiðslur Skattsins

24.3.2021

Í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða verður þjónusta í afgreiðslum Skattsins í Reykjavík ekki með hefðbundnum hætti á næstunni, þ.e. á meðan hertar samkomutakmarkanir eru í gildi.

Þetta á við um afgreiðslu á Laugavegi 166 og í Tollhúsinu við Tryggvagötu í Reykjavík.

Eftir sem áður verður hægt að koma í þessar afgreiðslur og nálgast ýmsar útprentaðar upplýsingar/leiðbeiningar, afhenda gögn og eins að sækja fyrirfram pöntuð gögn eins og t.d. vottorð. Þá er hægt að hringja í síma 4421000 og fá aðstoð eða lausn sinna mála.

Viðskiptavinir eru eindregið hvattir til að nýta sér þær rafrænu lausnir sem boðið er upp á um hvernig má afgreiða sig sjálfur, senda tölvupóst eða hringja frekar en að koma á staðinn.

Sjá nánari leiðbeiningar um sjálfsafgreiðslu

Á þjónustuvefnum, skattur.is, er t.d. hægt að nálgast mikið af upplýsingum, sækja ýmis yfirlit og staðfest afrit af skattframtali svo dæmi séu tekin.

English

Due to the exceptional circumstances Skatturinn will limit its customer services in the tax offices in Laugavegur 166 and Tryggvagata 19 in Reykjavík for the coming weeks. Customers will be able to visit tax-offices and get printed instructions, drop of documents and pick up pre-ordered documents, such as certificates.

Customers are encouraged to use our e-services and online information.

See our guide for self service

By logging into your pages on skattur.is customers will find various tax records and copies of their tax return.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum