Fréttir og tilkynningar


Endurupptaka á úrskurði yfirskattanefndar – sekt lækkuð

13.1.2021

Með úrskurði yfirskattanefndar nr. 162/2019 var tveimur fyrirsvarsmönnum X ehf. gerð sekt vegna vanrækslu á skilum virðisaukaskatts félagsins á árunum 2014 og 2015.

Óskuðu fyrirsvarsmennirnir eftir endurupptöku málsins, m.a. þar sem þeir töldu að við ákvörðun sektar bæri að taka tillit til fjármuna sem runnið hefðu til ríkissjóðs við uppgjör nauðungarsölu fasteignar í eigu annars þeirra á árinu 2019. Fyrir lá að eftir að málsmeðferð fyrir yfirskattanefnd lauk eða í ágúst 2020 hafði tilgreindri fjárhæð vegna þessa verið ráðstafað inn á höfuðstól virðisaukaskatts X ehf. Yfirskattanefnd taldi rétt að líta til þess að ríkissjóði hefði verið tryggð ákveðin endurheimt fjármuna með aðfarargerð á hendur öðrum fyrirsvarsmanninum áður en málið var sent yfirskattanefnd. Var fallist á endurupptöku málsins að því er varðaði ákvörðun sektar og sekt gjaldenda lækkuð.

Úrskurður yfirskattanefndar


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum