Yfirskattanefnd úrskurðar um fullnægjandi skil ársreiknings

13.12.2021

Yfirskattanefnd kvað upp úrskurð 184/2021 í máli þar sem forsvarsmenn einkahlutafélags mótmæltu sektarákvörðun ársreikningaskrár, en sekt var lögð á félagið eftir að endurskoðuðum ársreikningi til opinberrar birtingar var ekki skilað innan tilskilins frests.

Kærandi, sem er einkahlutafélag, skaut ákvörðun ársreikningaskrár, dags. 25. maí 2021, til yfirskattanefndar. Samkvæmt hinni kærðu ákvörðun gerði ársreikningaskrá kæranda sekt að fjárhæð 360.000 kr. vegna vanrækslu félagsins á að standa ársreikningaskrá skil á endurskoðuðum ársreikningi fyrir reikningsárið 2019 til opinberrar birtingar innan tilskilins frests.

Málavextir eru á þá leið á ársreikningaskrá felldi innsendan ársreikning af skrá þar sem félagið væri það stórt að ársreikning þess bæri að endurskoða af löggiltum endurskoðanda. Félaginu var gefinn kostur á að skila endurskoðuðum ársreikningi innan tilskilins frests ellegar sæta sektar.

Niðurstaða úrskurðar yfirskattanefndar er sú að sekt félagsins skuli standa, þó er hún lækkuð um 120.000 frá því sem ársreikningaskrá ákvað.

Lesa úrskurð 184/2021 í heild

Til baka

Áskrift að IFRS tilkynningum

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum