Fréttir og tilkynningar


Varað við svindli

1.2.2021

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur um helgina varað við svindli þar sem reynt er að komast yfir kortaupplýsingar fólks í nafni Skattsins. Í skilaboðunum er tilkynnt um meinta endurgreiðslu.

Rétt er að árétta að þessi skilaboð eru ekki frá embættinu komin. Því er beint til fólks að opna ekki viðhengi eða hlekki sem kunna að innihalda óværu og alls ekki gefa upp persónuupplýsingar af neinu tagi.

Hafi fólk fallið fyrir þessu þá þarf, skv. leiðbeiningum lögreglunnar, að láta loka kortinu hjá viðkomandi kortafyrirtæki.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum