Álagning einstaklinga 2021 – lækkun launaafdráttar

20.5.2021

Inneignir (vaxtabætur, barnabætur og sérstakur barnabótaauki, auk ofgreiddrar staðgreiðslu) eru greiddar inn á bankareikninga 1. júní 2021. Létta má mánaðarlega greiðslubyrði með gerð greiðsluáætlana hjá innheimtumönnum ríkissjóðs.

Skatturinn er innheimtumaður ríkissjóðs í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og í Kjósarhreppi. Annars staðar á landinu sjá sýslumenn um innheimtu opinberra gjalda.

Upplýsingar um innheimtumenn

Almennar fyrirspurnir um innheimtu opinberra gjalda má senda á netfangið skatturinn@skatturinn.is.

Lækkun launaafdráttar

Greiðsluerfiðleikar

Áætlanir

Skuldajöfnuður

Þjónustufulltrúar

Þjónustufulltrúar lögfræðiinnheimtu útbúa greiðsluáætlanir um lækkun launaafdráttar og frestun innheimtuaðgerða vegna krafna sem Skatturinn innheimtir. Þeir eru staðsettir á 5. hæð Tollhússins, Tryggvagötu 19 og til viðtals á opnunartíma embættisins, frá kl. 09:00-15:30 alla virka daga, nema föstudaga en þá er opið frá kl. 09:00 til 14:00. Hægt er að ganga frá flestum greiðsluáætlunum um lækkun launaafdráttar með því að senda þjónustufulltrúum lögfræðideildar tölvupóst á netfangið vanskil@skatturinn.is. Yfirleitt eru margir sem leita til þjónustufulltrúa í kjölfar álagningar opinberra gjalda og því getur biðtími eftir viðtali lengst. Það getur því sparað tíma og fyrirhöfn að ganga frá greiðsluáætlun með tölvupósti.