Fréttir og tilkynningar


Tekjufallsstyrkir – opið fyrir umsóknir

11.1.2021

Tekjufallsstyrkir eru ætlaðir þeim rekstraraðilum sem orðið hafa fyrir a.m.k. 40% tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru á tímabilinu 1. apríl til og með 31. október 2020 og að uppfylltum ýmsum öðrum skilyrðum.

Sótt er um á þjónustuvef Skattsins, www.skattur.is. Ef umsækjandi um tekjufallsstyrk er félag (lögaðili) skráir prókúruhafi sig inn á sína þjónustusíðu og fer þannig inn á svæði félagsins. Sjálfstætt starfandi einstaklingur fer inn í umsóknina í gegnum sína eigin þjónustusíðu.

Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér ítarlegar leiðbeiningar á vefsíðu Skattsins en þær eru á íslensku, ensku og pólsku.

Nánari upplýsingar og leiðbeiningar með umsókn

Umsókn um tekjufallsstyrk þarf að berast eigi síðar en 1. maí 2021.  


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum