Fréttir og tilkynningar


Afgreiðslur í Reykjavík nú opnar frá 11:00-14:00

Símaþjónusta og afgreiðslur annarstaðar á landinu opnar frá 09-15:30 (og til 14:00 á föstudögum)

19.1.2021

Vegna tilslakana á sóttvarnareglum verða afgreiðslur Skattsins í Reykjavík opnaðar á ný frá og með 19. janúar 2021. Opnunartími verður styttri og takmarkanir áfram í gildi til að tryggja sóttvarnir.

Frá og með deginum í dag þangað til annað verður ákveðið verða afgreiðslur á Laugavegi 166 og Tryggvagötu 19 í Reykjavík opnar frá kl. 11.00 – 14:00.

Þá verður hámarksfjöldi viðskiptavina sem hleypt verður inn hverju sinni 20 manns. Viðskiptavinir eru beðnir um að bera grímu fyrir vitum sér og halda tveggja metra fjarlægð frá öðrum.

Á Akureyri er afgreiðslan opin frá 09:00-15:30, en með takmörkunum í þjónustu.

Í öðrum afgreiðslum Skattsins vítt og breytt um landið er opið en viðskiptavinir beðnir um að fylgja almennum sóttvarnatilmælum, bera grímu og halda tveggja metra fjarlægð.

Opnunartími upplýsingavers 

Opið er í upplýsingaveri Skattsins frá 09:00 - 15:30 alla virka daga, nema föstudaga þá er opið til 14:00. Hægt er að hringja í síma 442-1000 til að fá aðstoð eða lausn sinna mála.

Nýttu þér sjálfsafgreiðslu

Viðskiptavinir eru eindregið hvattir til að nýta sér þær rafrænu lausnir sem boðið er upp á um hvernig má afgreiða sig sjálfur, senda tölvupóst eða hringja frekar en að koma á staðinn.

Sjá nánari leiðbeiningar um sjálfsafgreiðslu

Á þjónustuvefnum, skattur.is, er t.d. hægt að nálgast mikið af upplýsingum, sækja ýmis yfirlit og staðfest afrit af skattframtali svo dæmi séu tekin.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum