Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa


Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa

Fríverslunarsamningur milli EFTA-ríkjanna og Indónesíu hefur tekið gildi

1.12.2021

EFTA-ríkin undirrituðu heildarsamning um efnahagslega samvinnu við Indónesíu í Jakarta þann 16. desember 2018 og hefur samningurinn nú tekið gildi eftir fullgildingu allra aðila.

Um er að ræða víðtækan fríverslunarsamning sem nær yfir vöru- og þjónustuviðskipti, fjárfestingar, hugverkaréttindi, samkeppni, opinber innkaup, viðskipti og sjálfbæra þróun, lagaleg sem og þverlæg ákvæði, úrlausn deilumála auk kafla um samstarf og þekkingaruppbyggingu.

Iðnaðarvörur, fiskur og sjávarafurðir

 

Við gildistöku samningsins fella EFTA-ríkin niður alla tolla við innflutning iðnaðarvara, þar með talið fisks og annarra sjávarafurða sem upprunnar eru í Indónesíu. Indónesía mun, í áföngum, afnema eða lækka tolla á stærstan hluta iðnaðarvara, þar með talið fisk og aðrar sjávarafurðir sem upprunnar eru í EFTA ríki.

Landbúnaðarvörur

Samningurinn kveður einnig á um tollaívilnanir bæði á grunn- og unnum landbúnaðarvörum. Skrár um tollaskuldbindingar fyrir allar vörur er að finna í viðaukum II-V við samninginn.

Upprunareglur

Um upprunareglur og samstarf milli stjórnvalda er fjallað í Viðauka I og viðbætum 1-2 við hann. Upprunareglur samningsins eru að evrópskri fyrirmynd og kveða á um uppsöfnun með öllum tegundum afurða iðnaðar og landbúnaðar á milli samningsaðila.

Í samningnum er gert ráð fyrir notkun upprunayfirlýsingar til sönnunar uppruna vöru, sjá texta hennar í viðbæti 2 við Viðauka I. við samninginn. Ekki verður notast við EUR.1 skírteini.

Samninginn við Indónesíu og ítarlegar upplýsingar

Á vef EFTA má nálgast samninginn í heild ásamt viðaukum. Athugið að vefurinn er á ensku.

Ný tegund tolls - tollskýrslugerðarhugbúnaður og nýir tollskrárlyklar vegna innfluttra vara

Vegna fríverslunarsamningsins öðlaðist ný tegund tolls fyrir Indónesíu gildi þann 1. nóvember 2021. Lykill fyrir tegund tollsins er YT.

Landalykill fyrir Indónesíu er ID.

Tollskýrslugerðarhugbúnaður: Stofna þarf nýja tegund tolls, YT kóda fyrir Indónesíu, í töflu tegunda tolla og landakódi á YT tolli skal vera: ID.

Útfylling aðflutningsskýrslu/útflutningsskýrslu

Eldri gerð innflutningsskýrslu (E-1):
Þegar óskað er eftir fríðindameðferð við innflutning samkvæmt nefndum samningi skal færa lykilinn YT í reit 33. Í reit 8 og 34 skal tilgreina landalykil viðkomandi ríkis, ID fyrir Indónesíu. Í reit 14 skal tilgreina textann "EUR YFIRLÝS" ef upprunayfirlýsing er á vörureikningi.

SAD innflutningsskýrsla (E-2):
Þegar óskað er eftir fríðindameðferð við innflutning samkvæmt nefndum samningi skal færa lykilinn YT í reit 36, ívilnun. Í reit 1, markaðssvæði, skal færa lykilinn IM. Í reit 34, upprunaland, skal tilgreina landalykil viðkomandi ríkis, ID fyrir Indónesíu. Í reit 44 skal velja lykilinn EUR og skrá textann „Yfirlýsing“ ef upprunayfirlýsing er á vörureikningi.

Ný útgáfa af tollskrárlyklum vegna innflutnings, þar sem YT tegund tolls hefur verið skráð á öll viðkomandi tollskrárnúmer vegna innflutnings, er nú aðgengileg á vefsíðu tollskrárlykla á vef Skattsins.

Þegar óskað er eftir fríðindameðferð við útflutning samkvæmt nefndum samningi skal færa lykilinn EX í reit 1 (markaðssvæði) við gerð útflutningsskýrslu (E2) eða vegna SMT- eða VEF-tollafgreiðslu. Í reit 17, ákvörðunarland, skal tilgreina landalykil viðkomandi ríkis. Ákvörðunarland er endastöð vöruflutninganna. Í reit 34a, upprunaland, skal skrá IS, ef íslensk upprunavara, en landalykil Indónesíu (ID) ef þarlend upprunavara, áður flutt beinum flutningi til Íslands, er að fara aftur til Indónesíu. Færa skal í reit 44 orðið: YFIRLÝSING ef upprunayfirlýsing er gefin á vörureikningi.

Að öðru leyti vísast til upplýsinga um tollskýrslugerð á vef Skattsins.

Nánari upplýsingar

Í VEF-tollskránni á vef Skattsins er unnt að sjá hvort YT tegund tolls, tollfríðindameðferð skv. fríverslunarsamningnum, er valkostur á tollskrárnúmeri.

Upplýsingar um tollamál og tollafgreiðslu: Þjónustuver Skattsins, sími 442 1000

Upplýsingar um tæknilega framkvæmd í tölvukerfum og tengd atriði:
Upplýsingatæknideild Skattsins, ut[hja]skatturinn.is eða þjónustuvakt, sími: 442 1505

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum