Fréttir og tilkynningar


Skilorðsbundið fangelsi og 35 milljónir króna sekt

24.2.2021

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt framkvæmdastjóra og stjórnarmann félags til greiðslu sektar að fjárhæð 35 milljónir króna og sjö mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára.

Viðkomandi var ákærður fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu opinberra gjalda sem innheimt var í starfsemi félagsins á tæplega þriggja ára tímabili. Viðkomandi var einnig ákærður fyrir að hafa staðið seint skil á virðisaukaskýrslum og staðgreiðsluskilagreinum félagsins vegna nokkurra tímabila. Þá var hann ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað félaginu og sjálfum sér ávinnings af brotunum. Vangoldinn virðisaukaskattur var um 13 milljónir króna og vangreidd staðgreiðsla um 7 milljónir króna. Við ákvörðun refsingar var meðal annars litið til játningar hans fyrir dómi til refsimildunar. Til þyngingar var horft til þess að brotin námu háum fjárhæðum.

Dómur héraðsdóms Reykjavíkur

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum