Fréttir og tilkynningar


Nýr Nordisk eTax vefur opnaður

19.10.2021

Opnaður hefur verið nýr Nordisk eTax vefur – nordisketax.net.  Þar er að finna almennar upplýsingar um skattamál á Norðurlöndunum á sex tungumálum.

Nordisk eTax vefurinn var fyrst opnaður á árinu 2005 og er samvinnuverkefni skattayfirvalda á Íslandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. 

Efnistök á vefnum eru þau sömu og voru á eldri vefnum en hann hefur verið uppfærður til nútímalegra horfs, þar sem vefurinn lagar sig að skjástærð notenda. Þá hefur verið miðað við staðla um aðgengi varðandi birtingu efnis á vefnum.

Vegna persónuverndarsjónarmiða er ekki lengur hægt að senda fyrirspurnir á vefnum heldur þarf að senda þær til skattyfirvalda í viðkomandi landi.

Skoða nordisketax.net


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum